fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fókus

Flugþjónninn Hjörleifur syngur sig inn í hjörtu farþeganna

Notar hátalarakerfið í óhefðbundnum tilgangi

Kristín Clausen
Sunnudaginn 18. september 2016 20:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Flugþjónalífið er æðislegt.“ Þetta segir hinn síkáti og syngjandi flugþjónn Hjörleifur Már Jóhannsson sem á það til að bresta í söng í hátalarakerfinu líkt og sjá má á myndbandinu sem birtist hér að neðan og hefur heldur betur slegið í gegn undanfarinn sólarhring.

Hjörleifur sem er 35 ára, kvæntur, þriggja barna faðir byrjaði að vinna sem flugþjónn hjá WOW air í vor og kveðst aldrei hafa verið í skemmtilegra starfi. Áður starfaði Hjörleifur á Keflavíkurflugvelli. Hann viðurkennir að hafa líka sungið í kallkerfið þar, til dæmis eitt og eitt jólalag þegar sú var stemningin.

Hressasti flugþjónn Íslands?

Í samtali við DV segir Hjörleifur að það hvað hann hefur gaman að vinnunni smitist út í farþegana. „Ég kynni yfirleitt áhöfnina og reyni að gera það með smá stæl. Segi jafnvel einhverjar staðreyndir um þau sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Síðan þegar ég kynni sjálfan mig segi ég að Hjörleifur sé „an ancient Icelandic Viking name, sem sé erfitt að bera fram og af þeim sökum hafi ég tekið upp nafnið The Viking.“

Í umræddu flugi, þegar Hjörleifur syngur eigin útgáfu af laginu, Seasons in the Sun, er hann að kveðja farþegana um borð. Hann segir að söngurinn hafi komið í kjölfarið á skemmtilegu flugi þar sem stemningin var einstaklega góð.

„Þannig að ég henti í þennan texta til að geta kvatt alla þegar það á vel við en þetta fer svolítið eftir stemningunni hverju sinni.,“ segir Hjörleifur en afraksturinn má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Í gær

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel