fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fókus

Eini vinur Baltasars var dvergur: Var 18 ára þegar níðingur reyndi að misnota hann

Baltasar Kormákur er í einlægu viðtali í helgarblaði DV

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 16. september 2016 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var ekki í mikið í hörðum fíkniefnum en ég prófaði ýmislegt. Ég tók kókaín í fyrsta skiptið þegar ég var 18 ára,“ segir Baltasar Kormákur í viðtali í helgarblaði DV. Þar ræðir Baltasar um ferilinn, undirheimana og nýjustu kvikmynd hans, Eiðinn, sem fengið hefur lofsamlega dóma.

Í viðtalinu ræðir Baltasar einnig um þegar hann prófaði kókaín í fyrsta og eina skiptið. Hér að neðan birtist brot úr viðtalinu þar sem hann segir frá kókaínneyslu og lífinu í Arizona þegar hann var átján ára.

„Ég var í Bandaríkjunum og það var maður sem ég bjó hjá sem átti að gæta mín, nú verður mamma brjáluð,“ segir Baltasar og glottir.

„Það var vinur hennar sem gaf mér kókaín. Mamma var í skóla í Arizona og ég fór á hestabúgarð að vinna og var ósáttur þar. Lausnin var að færa mig til þessa manns á meðan verið væri að finna annan dvalarstað fyrir mig. Ég fór til Arizona og var þar í þrjá, fjóra mánuði, þá átján ára og endaði með því að vinna sem trésmiður með dverg heilt sumar. Dvergurinn var eini vinur minn og ég hélt mikið upp á hann. Hann átti „midget“ eiginkonu og pínulítinn dvergajeppa,“ segir Baltasar og hlær. „Þegar ég fór á rúntinn með þeim var ég eins og Jói risi aftur í þegar ferðast var á milli staða.“

Í Arizona fór 18 ára Baltasar einnig á strippbúllu eða „toppless“ bar eins og hann kallar það. Þá var einnig reynt að misnota hann kynferðislega.

„Ég hafði verið skilinn eftir einn í húsinu en aðrir íbúar voru fjarverandi í brúðkaupi. Ég var því þarna einn og aðeins 18 ára og var á hjólinu mínu. Þá sá ég „toppless“ bar og varð spenntur og fór inn. Ég setti hjólið, það var enginn lás á því, undir bíl til að fela það. Þegar ég var búinn að sjá nóg af brjóstum og fór út, voru bæði bíllinn og hjólið farið,“ segir Baltasar og hlær innilega. Hann bætir við á alvarlegri nótum: „Ég þurfti því að ganga heim og húkkaði mér far. Þá var einhver gæi sem tók mig upp í bíl og fór að káfa á mér. Ég slapp frá níðingnum með því að hlaupa út á rauðu ljósi.“ Baltasar bætir við: „Atburðarásin þetta kvöld var eins og í David Lynch-mynd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Í gær

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel