fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Heiða Rún missti út úr sér blótsyrði í beinni

Ræddi veðurskilyrði á tökustað – Varð hin vandræðalegasta í smá stund

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. september 2016 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir, sem slegið hefur í gegn fyrir túlkun sína á Elizabeth í sjónvarpsþáttunum Poldark, missti út úr sér blótsyrði í viðtali í sjónvarpsviðtali í gærmorgun.

Heiða var í léttu viðtali ásamt samleikara sínum Luke Norris. Þau voru að ræða veðrið á tökustað en tökur fara fram á heimaslóðum Phillip Schofield þáttatstjórnanda. „Ég er nýkomin þaðan. Það var mígandi rigning (e. It was pissing it down),“ sagði Heiða í léttum dúr en áttaði sig fljótt á því að ekki þykir viðeigandi að segja „pissing“ í bresku sjónvarpi. Hún varð hin vandæðalegasta um stund.

Heiða Rún í hlutverki sínu.
Glæsileg Heiða Rún í hlutverki sínu.

Þáttastjórnendurnir höfðu gaman að en Philip baðst þó afsökunar. „Afsakið þetta, annan daginn í röð“ sagði hann en nýsjálenski leikarinn Sam Neill hafði daginn áður sagst hafa verið hálf fullur (e. half pissed).

Daily Mail grípur málið á lofti.

Viðtalið er hið skemmtilegasta en í því ræðir Heiða meðal annars um þegar hún bauð samleikurum sínum í heimsókn til Íslands. Þau dvöldu í sumarbústað ömmu hennar og urðu vitni að norðurljósum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna
Fókus
Í gær

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“