fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fókus

Erling hættur við að hætta: Fékk logandi samviskubit

Heimur smádýranna nýtur vinsælda á Facebook

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 15. september 2016 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Úff, ég hélt að þetta yrði einfalt, gerði ekki ráð fyrir að mín yrði saknað svo mjög hér á þessum vettvangi. Viðbrögð við ráðgerðu brotthvarfi mínu af leikvellinum hafa tendrað hjá mér logandi samviskubit! Auk kommenta hér hafa mér borist hvatningarorð víða að um að halda síðunni gangandi áfram, til vara að loka henni ekki. Óvirkar síður þykja mér hins vegar ekki áhugavekjandi og ekki á vetur setjandi.“

Þetta segir skordýrafræðingurinn Erling Ólafsson sem haldið hefur úti vinsælli síðu á Facebook undir nafninu Heimur smádýranna. Um 3.600 manns hafa fylgst með síðunni þar sem Erling færir áhugamenn um skordýr í allan sannleikann um þau smádýr sem finna má á Íslandi, bæði stór og smá.

Í gærmorgun tilkynnti Erling fylgjendum síðunnar að nú væri komið gott. „Að vel ígrunduðu máli hef ég ákveðið að láta staðar numið hér á þessum vettvangi. Frá því að lagt var upp í vegferð þessa hafa 123 færslur verið birtar og móttökurnar verið langt framar væntingum mínum,“ sagði Erling í færslunni. Hann bætti við allt eigi sinn tíma og áherslur breytist. „Framundan er verkefni sem ég þarf að einbeita mér að með góðum byr í segl og verð að fella önnur á meðan. Fésbókarsíðan mín verður tekin niður föstudaginn 16. september.“

Óhætt er að segja að viðbrögðin við þeirri færslu hafi ekki látið á sér standa og var Erling hvattur eindregið til að endurskoða þessa ákvörðun sína. Margir þökkuðu honum fyrir samfylgdina og hvöttu Erling að minnsta kosti til að halda síðunni opinni.

„Ég má til með að segja takk fyrir mig, fyrir mitt leyti hefur þessi síða hjálpað mér að komast yfir hræðslu við hin ýmsu skordýr og ég hef farið að hugsa um þau út frá því hvaða hlutverki þau gegna í náttúrunni,“ sagði einn Facebook-notandi í athugasemdum.

Í morgun birti Erling aðra færslu sem vakti mikla ánægju meðal fylgjenda síðunnar. Þar sagði Erling að vegna fjölda áskorana hafi hann ákveðið að leggjast undir feld eins og Ljósvetningagoðinn forðum. Erling kveðst vera kominn undan feldinum og vera búinn að taka þá ákvörðun að hætta við að hætta og blása til seinni hálfleiks eins og hann orðaði það.

„Síðan var stofnuð fyrir rúmum þrem árum og ég á rúm þrjú ár eftir í starfi mínu hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Starfið þar hefur lagt grunninn að þeim fróðleik sem hér er á borð borinn. Það eru ávextir Náttúrufræðistofnunar sem menn fá að njóta hér. Engu verður samt um það lofað að seinni hálfleikur verði þeim fyrri jafnlangur. Næsta padda verður væntanlega kynnt til sögu síðar í dag. Sjáumst,“ segir Erling.

Hér er hægt að fylgjast með Heimi smádýranna á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Í gær

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel