fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fókus

Þorgrímur um góðverk Arons Einars: „Konan mun aldrei gleyma Íslandi“

Fer fögrum orðum um strákana í íslenska landsliðinu

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 5. ágúst 2016 12:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ein af ástæðum þess að landsliðið í fótbolta naut gífurlegra vinsælda í Frakklandi og um allan heim er sú að leikmenn Íslands eru auðmjúkir og koma fallega fram við aðra,“ segir Þorgrímur Þráinsson sem verið hefur í þjálfunarteymi íslenska landsliðsins.

Þorgrímur, sem fylgdi íslenska liðinu í Frakklandi, deilir fallegri sögu á Facebook-síðu sinni þar sem hann fer fögrum orðum um leikmenn landsliðsins. Þá greinir hann frá góðverki landsliðsfyrirliðans, Arons Einars Gunnarssonar, sem kom eldri konu á óvart undir lok ferðar íslenska liðsins.

„Til að komast í heimsfréttirnar skiptir árangurinn innan vallar auðvitað mestu máli en auðmýkt leikmanna og virðing fyrir fólki og umhverfinu hefur líka sitt að segja. Tenging leikmanna við áhorfendur var einstök, víkingaklappið vakti athygli en síðast en ekki síst sú staðreynd að íslensku leikmennirnir eru þakklátir og vandaðir einstaklingar – eins og kom í ljós alla daga,“ segir Þorgrímur. Hann heldur áfram:

„Konan á myndinni stóð úti á götu, skammt frá æfingasvæðinu, á hverjum einasta degi og klappaði fyrir leikmönnum þegar rútan renndi framhjá. Þetta gerði hún í tæpan mánuð. Til að sýna þakklæti sitt áritaði Aron fyrirliði eina hóteltreyju og færði konunni að gjöf undir lok dvalarinnar í Annecy. Hún og eiginmaðurinn voru kampakát og sérlega þakklát. Hún felldi tár og kyssti þann sem færði henni treyjuna. Konan mun aldrei gleyma Íslandi og leikmenn aldrei gleyma konunni. Góðverk á dag er gulls ígildi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Í gær

Ráðherra á von á barni

Ráðherra á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“