fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fókus

Árni Johnsen í stórræðum með stúlknakór

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. ágúst 2016 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, gefur í haust út tvo geisladiska sem innihalda þekkt barnalög. Árni, sem þjóðþekktur var fyrir brekkusöng sinn á Þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum í um þrjá áratugi, fer nú inn á nýjar brautir en hann segir í samtali við DV að verkefnið hafi verið mjög gefandi og skemmtilegt.

Diskarnir innihalda öll helstu barnalög síðustu 50 ára

„Ég er þessa dagana að ljúka upptöku tveggja geisladiska sem innihalda 140 lög. Vinnsla þessara diska er í fullum gangi og stefnan er að þeir komi á markað í haust. Diskarnir innihalda öll helstu barnalög síðustu 50 ára,“ segir Árni í samtali við DV.

Aðspurður hvað hefði ýtt honum út í þessar upptökur sagði Árni að Íslendingar ættu mörg falleg barnalög sem þjóðin kann og kannast vel við.

Vinna við gerð diskanna hefur staðið yfir í tvö ár

,,Mér fannst málin hafa þróast með þeim hætti hin síðari ár að á leikskólum er að einhverju leyti hætt að spila og syngja þessi lög. Með útkomu þessari verður aðgengið miklu betra og fólk fer kannski núna að syngja og spila þessi lög með börnunum sínum í meira mæli en áður. Vinnan við þessa diska, sem koma út núna í haust, er búin að standa yfir í tvö ár og nú er upptökum sem sagt lokið. Mér fannst brýn ástæða til varðveita og vernda þessa tónlist,“ segir Árni. „Þetta var afskaplega skemmtileg vinna en með mér kom að henni stelpnakór sem er vanur að syngja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Í gær

Ráðherra á von á barni

Ráðherra á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“