fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

Móðir mín var í þrjá mánuði á spítala í handónýtu heilbrigðiskerfi

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 20. ágúst 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margt hefur verið sagt um Þorkel Mána Pétursson og mörgu hægt að bæta við. Í nærri því áratug hefur vélbyssukjaftur Mána ómað í útvarpstækjum landsmanna í gegnum þáttinn Harmageddon á X-inu 977 sem hann stýrir ásamt Frosta Logasyni. Þeim Harmageddonbræðrum er fátt heilagt og ekkert óviðkomandi. Ásamt því að vera í útvarpi nánast á hverjum degi þá starfar Máni einnig sem umboðsmaður og hefur starfað sem knattspyrnuþjálfari. Ari Brynjólfsson hitti Mána og fór yfir stöðuna á honum og samfélaginu öllu.

Fyndin upplifun í forsetakjöri

Máni fer á flug þegar talið berst að heilbrigðiskerfinu sem er honum mjög hugleikið. Hann segist hafa upplifað mikinn hrylling í kringum heilbrigðiskerfið:

„Á sama tíma og lánið hjá mér var að lækka um 3,6 milljónir fyrir fasteignina mína í Garðabæ þá lá móðir mín í þrjá mánuði á spítala í handónýtu heilbrigðiskerfi. Það eina sem ég gat hugsað var að þeir gætu tekið þessar þrjár komma sex milljónir og troðið þeim þar sem sólin skín ekki.“

Hann segir misskiptingu kerfisins meðal annars felast í því að kennarar og hjúkrunarfræðingar þurfi að berjast fyrir launahækkunum við ríkið þegar ríkisstjórnin lækkar skatt á þá efnameiri: „Nú stíga þessir snillingar fram og tala hver af öðrum um hvar best væri að reisa nýjan spítala. Það vantar fleiri rúm, fleiri salerni og fleira starfsfólk á spítalana. Það er verið að eyða orku í algert kjaftæði. Maður skammast sín fyrir að vera partur af samfélagi sem finnst svona hlutir eðlilegir. Það er auðvelt að kenna einhverjum stjórnmálamönnum um en auðvitað er þetta okkur kjósendum að kenna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég hef alltaf litið á þetta sem morð“

„Ég hef alltaf litið á þetta sem morð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp

Auglýsti eftir fórnarlambi – Fékk svar og framdi ólýsanlegan glæp
Fókus
Fyrir 3 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan