fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fókus

Ágústa Eva byrjuð með landsliðsmanni

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 11. ágúst 2016 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágústa Eva Erlendsdóttir leik og söngkona og handboltakempan Aron Pálmarsson eru nýtt par. Hefur parið sést nokkrum sinnum saman og geislar hamingjan af þeim að sögn vina og vandamanna.

Ágústa Eva Erlendsdóttir varð fyrst þjóðþekkt fyrir Silvíu Nótt en vakti fyrst athygli sem söngkona með hljómsveitinni Ske. Síðan þá hefur hún slegið í gegn í hverju hlutverkinu á fætur öðru og fór með stór hlutverk í Mýrinni, Bjarnfreðarsyni, Borgríki og nýverið lauk tökum á Ég man þig sem gerð er eftir bók Yrsu Sigurðardóttur. Ágústa Eva hefur einnig slegið í gegn í stærstu leikhúsum borgarinnar og setti sýningarmet með Línu Langsokk.

Aron leikur í Ungverjalandi.
Góður Aron leikur í Ungverjalandi.

Mynd: EPA

Ágústa var áður í sambandi með Jóni Viðari Arnþórssyni bardagakappa í Mjölni en DV greindi frá skilnaðinum í febrúar. Þá sagði Ágústa: „Það eru allir sáttir og við gerum þetta í bróðerni. Það er fyrir öllu. Það er ekkert vesen eða læti og við erum bestu vinir og munum alltaf verða.“

Aron Pálmarsson þarf vart að kynna en hann er einn besti handboltamaður heims. Hefur hann margsinnis orðið Þýskalandsmeistari með Kiel en þar lék hann í mörg ár undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Hann leikur nú með stórliði Veszprém í Ungverjalandi.

Það er því ljóst að nokkur ferðalög eru framundan hjá parinu en Ágústa Eva er búsett í Hveragerði. Ættingi Ágústu segir parið „ekki ráða sér fyrir hamingju svo vægt sé til orða tekið“ en þau hafa sést nokkrum sinnum opinberlega saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Í gær

Ráðherra á von á barni

Ráðherra á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“