fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fókus

Landar hlutverki í vinsælum BBC/Netflix þáttum

Jóhannes Haukur í The Last Kingdom

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. júlí 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari heldur áfram að landa hlutverkum í stórum erlendum þáttaröðum.

Það nýjasta er önnur sería The Las Kingdom, sem er framleidd af BBC og Netflix. Jóhannes mun þar leika náunga sem kallaður er Sverre, en í bókunum sem þættirnir byggjast á er hann danskur kapteinn á þrælaskipi. Jóhannes segist í samtali við DV ekki mega láta neitt uppi um hvernig hlutverki hans verði háttað. „Hlutunum er nú oft breytt fyrir sjónvarp, en stundum ekki. Svona er þetta að minnsta kosti í bókunum.“

Tökur á þáttunum hefjast í lok júlí, en að ýmsu er að huga fyrst. „Ég fer til Búdapest á miðvikudaginn og verð í tvo daga í búningamátun og make-up prufum. Fjölskyldan kemur svo út með mér þegar tökur hefjast.

Geggjaðir búningar

Jóhannes er að vonum spenntur fyrir þátttökunni í þessu stóra verkefni.

„Þetta er hrikalega spennandi. Ég horfði á alla fyrstu seríuna eftir að mér var boðið hlutverkið og finnst hún frábær. Það er svo gaman að fá að vera í svona períódu drama þar sem allir eru í geggjuðum búningum í stórkostlegri sviðsmynd. Það skemmir ekki að veðrið í Búdapest næstu daga er sól og 30 stiga huti. Það mun væntanlega fara vel um mann þarna. Það er líka mjög gott tækifæri að fá svona hlutverk í seríu sem frameidd er af risum eins og BBC og Netflix. Frábært að geta líka tekið fjölskylduna með í tökurnar í lok júlí/ágúst. Það betra að hafa þau með að upplifa ævintýrið.“

Þættirnir The Last Kingdom byggja á sögulegum skáldsögum eftir Bernard Cornwell og gerast seint á níundu öld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin
Fókus
Í gær

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé
Fókus
Fyrir 4 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“