fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fókus

Bubbi minnist bróður síns: „Risinn í lífi mínu“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 31. júlí 2016 16:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Arthúr var alltaf risinn í lífi mínu,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sem syrgir nú eldri bróður sinn Arthúr Morthens sem féll frá þann 27. júlí síðastliðinn.

Bubbi minnist bróður síns eins og honum einum er lagið enn í myndskeiði hér fyrir neðan, sem Bubbi birti á fésbókarsíðu sinni, má sjá hann taka hinn þekkta blússlagara The Sky is Crying frá árinu 1959. Lagið hefur verið flutt af fjölda þekktra listamanna í gegnum tíðina sem hafa þá túlkað það á sinn hátt, þar á meðal Stevie Ray Vaughan, Eric Clapton og Etta James.

Fjölmargir minnast Arthúrs eða Túra eins og hann var gjarnan kallaður, með mikilli virðingu og hlýjum orðum á síðu Bubba.

Arthúr þótti hann einstaklega djúpgáfaður og hlýr. Hann var vel kunnur fyrir áratuga störf sín í þágu skólamála á Íslandi, þar sem hann átti meðal annars stóran þátt í stefnumörkun fræðsluyfirvalda.

Hér fyrir neðan má sjá Bubba syngja The Sky is Crying fyrir Arthúr en flutningurinn hefur snert við mörgum. Bubbi segir:

„Í minningu stóra bróður: f: 27.1.1948.d.27.7.2016. Arthúr var alltaf risinn í lífi mínu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný plata með Laufeyju komin út

Ný plata með Laufeyju komin út
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“