fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Maríanna sat á gólfinu og grét: Afgreiðslukonan breytti lífi hennar

Gagnrýnir aðgengi fatlaðra að ríkisstofnunum

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 15. maí 2016 21:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef upplifað ýmislegt en þessi dagur er einn sá versti sem ég hef lifað. Þetta var síðasta sumar og ég þurfti að fara til læknis,“ segir Maríanna Hafsteinsdóttir í pistli í Fréttatímanum. Þar deilir hún með lesendum sárri lífsreynslu og hvernig afgreiðslukona gjörbreytti lífi hennar. Forsaga málsins er sú að Maríanna lenti í bílslysi sem varð til þess að smám saman missti hún allan mátt í fótum. Í dag verður hún að nota hjólastól til að komast á milli staða.

Maríanna fór á heilsugæsluna en rafknúni hjólastóllinn komst ekki inn í lyftuna og enginn annar hjólastóll við lyftuna þrátt fyrir lög þar um. Vill Maríanna vekja athygli á aðgengi fyrir fatlaða í ríkisstofnunum. En þarna neyddist Maríanna til að skríða, þá lasin, til að komast til læknis.

„Ég skreið inn í lyftuna og rétt náði að teygja mig upp í takkana. Þegar ég kem upp á aðra hæð skreið ég í gólfinu að afgreiðsluborðinu. Biðstofan var full af fólki og auðvitað störðu allir á mig. Þegar ég komst að afgreiðsluborðinu bauð ég góðan daginn en í stað þess að bjóða góðan dag á móti kallaði afgreiðslukonan til mín; Af hverju stendur þú ekki upp?“

Segir Maríanna að þarna hafi hún átt erfitt með að bresta ekki í grát.

„Ég náði samt að svara henni að ég gæti það ekki áður en ég skreið aftur út því ég gat ekki hugsað mér að skríða áfram til læknisins. Þegar ég kom út úr lyftunni á jarðhæðinni gat ég ekki lengur haldið aftur af táraflóðinu heldur sat bara þarna og grét.“

Afgreiðslukona úr apótekinu kom þá til bjargar og þegar hún heyrði atburðarrásina las hún yfir konunni í afgreiðslu heilsugæslunnar. Þá hringdi hún síðar og lét Maríönnu vita að hjólastóll væri á læknastofunni og hún myndi aðstoða hana í þau skipti sem hún þyrfti á læknisaðstoð að halda.

„Ef ekki væri fyrir þessa konu þá hefði ég misst trúna á mannkynið.“

Í myndskeiði hér fyrir neðan, þar sem fjallað er um slæmt aðgengi fatlaðra að ríkisstofnunum, má sjá leiðina sem Maríanna skreið umræddan dag sem hefst á mínútu 15:00.

Hér má lesa pistilinn í heild sinni.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=bWbtrDxDw4s&w=640&h=360]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld