fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fókus

Eigandi Nútímans gripinn í símanum undir stýri: Vefmiðillinn stendur sjálfur fyrir átaki gegn símanotkun undir stýri

Hafa áður birt tvö myndbönd af fólki í símanum í umferðinni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. maí 2016 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn eigenda vefmiðilsins Nútímans, Hlynur Sigurðsson, sást í símanum keyra bíl merktan vefsíðunni í gær. Nútíminn greindi frá.

Samgöngustofa, VÍS, Sjóvá og TM í samstarfi við Nútímann hafa sett af stað þjóðarátak gegn símanotkun undir stýri, #égætlaaðhætta.

Nútíminn hefur nú þegar birt tvö myndbönd sem sýna Reykvíkinga nota síma við akstur. Myndböndin má sjá hér og hér.

Eins og lög kveða á um er bannað að vera í símanum undir stýri, enda hafa dæmin sýnt að það getur beinlínis verið stórhættulegt. Af þeirri ástæðu ákvað Nútíminn í samstarfi við fyrrnefnda aðila að blása til átaks. Myndbandið af einum af eiganda vefmiðilsins gæti því vart verið vandræðalegra, eins og Nútíminn greinir sjálfur frá.

Enn fremur segir á síðunni að Hlynur segi þetta einmitt sýna mikilvægi átaksins. „Meira að segja við sem förum af stað með átakið gleymum okkur,“ segir Hlynur í viðtali á vefsíðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gríma og Skúli orðin hjón

Gríma og Skúli orðin hjón
Fókus
Fyrir 1 viku

Stórleikari mátti þola leit lögreglu – Miður sín yfir að þeir þekktu hann ekki

Stórleikari mátti þola leit lögreglu – Miður sín yfir að þeir þekktu hann ekki
Fókus
Fyrir 1 viku

Hugleikur á barmi þess að falla í ónáð – „Já, ég er formlega séð á hálum ís“

Hugleikur á barmi þess að falla í ónáð – „Já, ég er formlega séð á hálum ís“