fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fókus

Anna Birta gefur út bók: Heldur miðilsfund í Menntaskólanum á Ísafirði

Umdeildur miðill heldur miðilsfund á Ísafirði og stefnir á útgáfu bókar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. apríl 2016 12:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðillin Anna Birta Lionaraki hyggst gefa út bók í næsta mánuði um yfirskilvitslega hæfileika sína, að því er fram kemur á vestfirska vikublaðinu Bæjarins besta, eða bb.is.

Þar kemur ennfremur fram að Anna Birta hyggist halda miðilsfund á Ísafirði annað kvöld.

Anna vakti athygli þjóðarinnar í vetur eftir að útvarpsmaðurinn Frosti Logason gagnrýndi miðilsfund sem hún hélt í Tjarnarbíói.

Þau tókust svo harkalega á í sjónvarpsþættinum Íslandi í dag á stöð 2 í nóvember á síðasta ári. Þar gagnrýndi Frosti Önnu Birtu fyrir að nýta sér trúgirni þeirra sem eiga um sárt að binda.

Efasemdarmaðurinn Frosti Logason gagnrýndi miðilsfund Önnu Birtu harðlega á sínum tíma.
Frosti Logason Efasemdarmaðurinn Frosti Logason gagnrýndi miðilsfund Önnu Birtu harðlega á sínum tíma.

Anna Birta hafnaði þessu alfarið og sagði efasemdarmenn eins og Frosta varla neitt nýtt.
Sjálf sagði hún í Íslandi í dag:

„Þetta er ekki fyrir alla. Ég get ekki setið hér og sagt: Jú, ég sé víst dáið fólk! Þannig að ég segi að þetta er bara svolítið eins og gamall maður sem fer á rokktónleika og kvartar yfir hávaða.

Í umfjöllun bb.is segir Anna Birta að hún hafi fengið mikið af spurningum í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunarinnar og því að hún hafi á endanum brugðið á það ráð að skrifa bók, sem kemur út í næsta mánuði.
Hún segist vel skilja vantrú fólks, þar sem ekki sjái allir á þennan hátt.

Miðilsfundurinn verður haldinn í sal Menntaskólans á Ísafirði annað kvöld en einnig býðst hún til þess að taka áhugasama í einkatíma.

Viðtal Bæjarins besta við Önnu Birtu má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 5 dögum

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 1 viku

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 1 viku

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna