fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fókus

Sannleikurinn um fílabindi Ólafs Ragnars

Hvaðan kemur það og hvernig má túlka það?

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 20. apríl 2016 07:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, skartaði forláta gulu bindi með litlum fílum á þegar hann tilkynnti að hann hygðist bjóða sig fram að nýju í embætti forseta. Óhætt er að segja að bindið hafi vakið mikla athygli, en DV fjallaði meðal annars um það.

En hvaða kemur bindið? Ólafur segir frá því í Fréttablaðinu í dag að bindið hafi hann fengið að gjöf frá Dorrit. „Bindið er í uppáhaldi hjá mér, ég ef notað það oft,“ segir Ólafur Ragnar í Fréttablaðinu.

Dorrit er vel þekkt fyrir fágaðan og flottan smekk og hefur til að mynda verið valin best klædda kona landsins. Hún veit greinilega hvað klæðir sinn mann.

Fréttablaðið ræðir einnig við Kristin Árna Lór Hróbjartsson, áhugamann um tísku, um bindið. „Ég veit ekki alveg hvaðan fíllinn kemur, ég þekki þetta bindi ekki beint persónulega, en þetta er mjög áhugavert bindi. Í fyrsta lagi í stjórnmálum vísar fíllinn oft til repúblíkanahópsins, sem er algjör andstæða við það sem Ólafur Ragnar stendur fyrir, þar sem hann er ekki hægri íhaldsmaður. Svo er spurning hvort hann sé að tengja sig við bleika fílinn í herberginu,“ segir Kristinn sem bætir við að guli liturinn sé „dipló“. Þá bætir hann við Ólafur sé mikið fyrir bresk föt og trúr sínum stíl, til að mynda kaupi hann öll sín jakkaföt á Savile Row í Bretlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eze fer til Tottenham
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 5 dögum

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 1 viku

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 1 viku

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna