fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fókus

Kourtney Kardashian á fullu á Hótel Rangá: Sjáðu myndbandið

Notuðu box frá Sláturfélagi Suðurlands við æfingarnar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. apríl 2016 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kardashian ofurbomburnar, Kim og Kourtney mættu á Hótel Rangá í gærkvöldi ásamt fríðu föruneyti og gistu þar í nótt.

Sjá nánar:Kvartað undan Kourtney í pottinum á Hótel Rangá: Sjáðu myndbandið

Eins og DV greindi frá í morgun var Kourtney og vinum vísað úr heitum potti sem staðsettur er á hótelsvæði Hótels Rangár vegna kvartana sem borist höfðu til gestamóttöku hótelsins.

Í dag birti Kourtney og Simon Huck, vinur þeirra myndband af sér á fullu í ræktinni, þa sem sjá mátti að vel hafði verið tekið á. Síðar birti Kim Kardashian mynd af lóðum og boxi frá Sláturfélagi Suðurlands þar sem hún skrifaði undir „Verðum að nota það sem við finnum! Íslenskar æfingar!“

Ekki er vitað hvenær ferðalangarnir hyggjast fara af landi brott en þau komu hingað til lands síðastliðinn sunnudagsmorgun.

Ýmislegt hefur drifið á daga þeirra síðan þau komu hingað til lands. Þau fóru fyrsta daginn og skoðuðu Gullfoss og Geysi, kíktu á tómatbónda. Í gær spókuðu Kourtney og Jonathan Chebat, fjölskylduvinur þeirra um í miðbænum þar sem þau skoðuðu Hallgrímskirkjuturn, versluðu í 66°Norður og smökkuðu Bæjarins bestu pylsu.

Sjá nánar: Kourtney fékk sér pylsu á Bæjarins Beztu: Tók remúlaðið af og henti því í ruslið

Sjáðu myndbandið af æfingunum
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=ejpLGigZkJ4?rel=0&w=640&h=360]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Í gær

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð