fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fókus

Gussi veiddi risastóran þorsk: „Óskráð Íslandsmet í sjóstöng“

Veiddi þorsk í Faxaflóa sem vó meira en 37 kíló – Setti Íslandsmet í greininni árið 2014

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. mars 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Gunnar Jónsson, oftast kallaður Gussi, veiddi risastóran þorsk þegar hann sigraði í sjóstangaveiðimóti nú um helgina. Þorskurinn vó yfir 37 kíló og var veiddur í Faxaflóa, út fyrir strendur Akraness.

Síðastliðinn laugardag tók Gussi þátt í innanfélagsmóti Sjóskips. Siglt var frá Akraneshöfn og út á Faxaflóa þar sem keppnin fór fram. Þar veiddi Gussi stærsta þorskinn sem reyndist vera 37,5 kíló og segir hann það vera óskráð Íslandsmet.

„Þetta er ekki skráð sem Íslandsmet því þetta er innanbúðamót. Hefði þetta verið á Íslandsmótinu væri þetta nýt met, því stærsti þorskurinn sem veiðst hefur þar var 26,015 kíló. Þann þorsk veiddi Jóhannes Marían Simonsen, formaður Sjóskips, árið 2014 í Siglufirði,“ segir Gussi í samtali við DV.

Hér má sjá loðnuna sem Gussi veiddi.
Loðna. Hér má sjá loðnuna sem Gussi veiddi.

Mynd: Aðsend mynd

Gussi segir að veðrið hafi verið frekar slæmt en það hafi þó ekki komið að sök, þegar uppi var staðið. Hann segir veiðina hafa verið þokkalega. Næststærsti þorskurinn sem veiddist var til að mynda rúm 36 kíló og þriðji þyngsti 32 kíló.

„Ég veiddi einnig loðnu, sem mér er sagt að hafi verið sú stærsta sem veidd var á stöng,“ segir Gussi léttur í bragði og bætir við að engin hrogn hafi verið í loðnunni.

Gussi segist hafa stundað sjóstangaveiði af kappi síðan árið 2011 og á hann skráð Íslandsmet í greininni. Það met setti Gussi árið 2014 þegar hann veiddi 28 kílóa löngu við Vestmannaeyjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hildur sýnir hvernig glansmyndir á Instagram eru teknar – „Við verðum að taka mynd, ég verð að pósta þessu“

Hildur sýnir hvernig glansmyndir á Instagram eru teknar – „Við verðum að taka mynd, ég verð að pósta þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýtt föruneyti – Að þessu sinni í leit að mat og menningu

Nýtt föruneyti – Að þessu sinni í leit að mat og menningu
Fókus
Fyrir 1 viku

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við
Fókus
Fyrir 1 viku

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí
Fókus
Fyrir 1 viku

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það
Fókus
Fyrir 1 viku

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“