fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fókus

Geir Ólafs: „Ég samhryggist tónlistinni“

Frank Sinatra yngri lést í gær, 72 ára að aldri

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. mars 2016 12:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sonur stórsöngvarans Frank Sinatra, Frank Sinatra yngri lést eftir hjartaáfall í gær sem hann fékk á tónleikaferðalagi sínu um Bandaríkin. Hann var staddur á Daytona í Flórída þegar hann lést samkvæmt fréttatilkynningu á heimasíðu Sinatra -fjölskyldunnar. Hann var 72 ára að aldri.

Sinatra yngri fæddist þann 10. janúar 1944. Hann var miðbarn Frank Sinatra og hans fyrstu konu, Nancy Barbato Sinatra. Hann lætur eftir sig soninn Michael og tvær systur, þær Nancy og Tinu Sinatra.

Margir frægir einstaklingar á borð við Larry King og Seth MacFarlane hafa minnst Sinatra yngri á Twitter í dag.

Lést í Flórída í gær.
Frank Sinatra yngri Lést í Flórída í gær.

Blaðamaður DV heyrði í Geir Ólafssyni söngvara sem gjarnan hefur verið kallaður „hinn íslenski Frank Sinatra“. Geir hafði ekki heyrt af fráfalli Sinatra þegar blaðamaður heyrði í honum, en honum þótti þetta sorglegt að heyra.

„Sinatra Jr. var mikill listamaður bæði sem stjórnandi og söngvari. Hann hélt nafni föður síns vel á lofti,“ segir Geir. Að sögn Geirs segist hann því miður ekki hafa fengið að hitta Sinatra yngri, þó það hafi staðið til að fá hann hingað til lands til að stjórna hljómsveit, en því miður varð ekkert að því.

„Hann gerði rosalega mikið fyrir músíkina og sérstaklega fyrir Big Band-tónlistina. Hann hélt henni uppi. Þeir feðgar voru stórkostlegir,“ segir Geir.

„Ég samhryggist tónlistinni.“ segir Geir að lokum.

Hér að neðan má sjá myndband af feðgunum syngja saman:

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=Qq5pJV5UBew&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 1 viku

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 1 viku

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs