fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fókus

Körfuboltamyndirnar snúa aftur

Hafa vart sést síðan á tíunda áratugnum – Íþróttavöruverslun í Hafnarfirði farin að selja á ný

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. mars 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú gæti fortíðarþráin farið um stóran hóp fólks sem kominn var til vits og ára á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar þegar NBA-körfuboltamyndaæðið reið yfir landið. Íþróttavöruverslunin Músík og Sport í Hafnarfirði ákvað nefnilega nýverið að hefja aftur sölu á körfuboltamyndum sem höfðu vart sést í verslunum hér á landi í ein 20 ár. Bríet Pétursdóttir, eigandi verslunarinnar, segir að nokkur eftirspurn hafi verið meðal yngri kynslóðar körfuknattleiksáhugafólks.

„Við vorum auðvitað með þetta hérna fyrir 20–25 árum eins og flestir og það var heilmikil sala, en þetta er í fyrsta skipti síðan þá sem við bjóðum upp á körfuboltamyndir,“ segir Bríet í samtali við DV, en hún hefur verið eigandi verslunarinnar í þrettán ár og var þar áður með verslun austur á landi og man vel þegar körfuboltamyndir seldust í bílförmum.

„Þá var maður með 10–15 mismunandi tegundir af kössum í sölu en það verður gaman að sjá hvernig þetta þróast. Það er alltaf annað slagið spurt út í körfuboltamyndir. Það hefur auðvitað verið minni áhugi á þeim en fótboltanum en þeir eru alltaf voða ósáttir þessir krakkar sem fá ekki myndir sem hæfa sinni íþrótt.“

NBA-körfuboltamyndir seldust í bílförmum á tíunda áratug síðustu aldar.
Snýr æðið aftur? NBA-körfuboltamyndir seldust í bílförmum á tíunda áratug síðustu aldar.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Bríet segir að hún sé með þrjár mismunandi gerðir núna og að búast megi við að minnsta kosti ein tegundin veki ekki síður lukku hjá hinum fullorðnu með fortíðarþrá en ungu kynslóðinni.

Aðspurð kveðst hún ekki vita hvort fleiri verslanir séu enn, eða aftur, farnar að selja NBA-körfuboltamyndir en segir að hún flytji þær ekki inn sjálf. „Það er því bara að sjá hvort aðrir taki við sér líka og verður gaman að sjá hvernig salan verður.“

Ljóst er að enn er áhugi á körfuboltamyndum, einnig meðal ákveðins hóps fullorðinna. Í fyrra var stofnaður Facebook-hópurinn NBA Körfuboltamyndir – kaupa, selja, skipta þar sem hátt í sjö hundruð manns deila safni sínu með öðrum og gamlar og góðar myndir ganga kaupum og sölum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hildur sýnir hvernig glansmyndir á Instagram eru teknar – „Við verðum að taka mynd, ég verð að pósta þessu“

Hildur sýnir hvernig glansmyndir á Instagram eru teknar – „Við verðum að taka mynd, ég verð að pósta þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýtt föruneyti – Að þessu sinni í leit að mat og menningu

Nýtt föruneyti – Að þessu sinni í leit að mat og menningu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við
Fókus
Fyrir 1 viku

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí
Fókus
Fyrir 1 viku

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það
Fókus
Fyrir 1 viku

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“