fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fókus

Egill þurfti að verja ákvörðun sína um leikskólakennaranám: „Einhverjir veltu því fyrir sér hvort að ég væri hommi“

„Við þurfum fleiri karla í leikskólana“ – Nauðsynlegt að eyða staðalímyndum

Auður Ösp
Mánudaginn 15. febrúar 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er frábært starf. Það er ótrúlega gefandi að vinna með ungum börnum, að fá að upplifa með þeim alla sigrana þegar þau ná tökum á nýrri færni og sjá þau þroskast og dafna,“ segir Egill Óskarsson leikskólakennari sem kveðst hafa þurft að svara ýmsum furðulegum spurningum eftir að hann ákvað að fara í leiksskólakennararnám.

Egill hefur til að mynda verið spurður um kynhneigð og hvort hann hafi valið starfið til að ganga í augun á kvenþjóðinni. Hann segir margar spurninganna tengjast beint eða óbeint staðalímyndum og kyngervum og bendir á að hlutirnir þurfi að breytast bæði innan og utan leikskólana.

Ellefu ára reynsla

Egill hefur starfað á leikskóla í rúm 11 ár, þar af í fimm ár sem leikskólakennari telur ólíklegt að hann hefði fengið sömu spurningar ef hann hefði lagt fyrir sig lögfræði eða tæknifræði en [hann tjáir sig um málefnið á Knuz.is].(https://knuz.wordpress.com/2016/02/15/karlar-i-kennslu-yngri-barna/) „Ég þurfti í raun að verja þessa ákvörðun, og þá ekki bara gagnvart öðrum heldur þurfti ég að ákveðnu leyti að gera það gagnvart sjálfum mér líka. Spurningarnar sem ég fékk voru af öllu tagi. Þær furðulegustu voru án nokkurs vafa þær hvort ég nyti ekki aukinnar kvenhylli eftir að ég fór í námið. Eitthvað sem ég kannaðist nú ekki alveg við. Ég veit líka að einhverjir veltu því fyrir sér hvort að ég væri hommi. Það truflaði mig ekkert en ég skildi ekki af hverju fólk velti því fyrir sér fyrr en ég komst að því að þetta er algeng staðalímynd um karla í „kvennastörfum“.

Launin eru fráhrindandi

Hann segir launin vissulega vera ein af ástæðunum fyrir því hversu svo fáir karlar velji þennan starfsvettvang. Þau séu þó ekki eins slæm og margir halda þó svo að vissulega mættu þau vera hærri miðað við lengd nám og ábyrgðina sem fylgi starfinu. „Við erum frá þarsíðustu kjarasamningum komin á sama stað og grunnskólakennarar. Og þar er hlutfall karla talsvert betra en hjá okkur í leikskólunum, þannig að fleira hlýtur að liggja að baki því hversu fáir við karlarnir erum.“

Karlar geta líka búið börnum gott umhverfi

Hann segir nauðsynlegt að sýna fólki að karlmenn séu jafn góðir í því að búa börnum umhverfi og tækifæri til þess að efla þroska sinn og færni sem og góða og nærandi umönnun. Þá bendir hann á að rétt eins og það hafi verið barátta fyrir konur að koma sér áfram innan „karlastétta“ þá gildi það sama um karla sem vilja hasla sér völl innan svokallaðra kvennastétta. „Við þurfum að taka vel á móti ungu körlunum sem koma til starfa. Við þurfum að leyfa þeim að taka þátt í faglega starfinu og fá aukna ábyrgð. Við þurfum líka að vera meðvituð um að þeir eiga ekki að upplifa óþægindi vegna umræðunnar í kaffistofunni frekar en konur sem starfa á stöðum þar sem karlar eru í meirihluta.“

Hann segir nauðsynlegt að fá fleiri karla í leikskólana, ekki bara barnanna vegna heldur einnig karlanna vegna. „Ég er ofboðslega ánægður með starfið mitt og þess vegna finnst mér ömurlegt að hópur sem telur um helming þjóðarinnar virðist fara á mis við það vegna ástæðna sem ekki bara er hægt að breyta, heldur hreinlega á að breyta.“

Hér má lesa pistil Egils í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims
Fókus
Í gær

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum