fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fókus

Aðalsteinn í tæri við 25 milljónir króna

Leiðir pókermót í Dublin fyrir lokaborðið – Fer heim með að minnsta kosti 2,2 milljónir

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. febrúar 2016 17:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalsteinn Pétur Karlsson vermir efsta sætið á lokaborði UKIPT-pókermótsins í Dublin á Írlandi með 4.420.000 spilapeninga í borði.

Aðalsteinn er einn af sextán á borði og er honum fylgt fast á eftir af David Pollock frá Írlandi, Vladas Tamasauskas frá Litháen og Quentin Dellis frá Belgíu.

Eftir því sem DV kemst næst er Aðalsteinn nú þegar búinn að vinna sér inn að lágmarki 2,2 milljónir króna en ef hann vinnur lokaborðið á morgun fer hann heim með 176 þúsund evrur eða rúmar 25 milljónir íslenskra króna. Einn laufakóngur skilaði því að Aðalsteinn vann efsta sætið af Adam Owen frá Englandi.

Aðalsteinn, sem kemur frá Húsavík, vann Íslandsmeistaratitilinn í póker á Hótel Borgarnesi í nóvember síðastliðnum. Fékk hann 1,5 milljón í verðlaunafé.

Aðalsteinn hóf að spila póker árið 2010. Hann sagði í samtali við DV þegar hann vann Íslandsmeistaratitilinn að margt hafi breyst á þeim tíma sem hann hefur spilað íþróttina. Klúbbar halda nú í mun meira mæli skipulögð mót og unnið hefur við hörðum höndum að því að breyta ímynd pókesr, sem Aðalsteinn segir að of margir sjái aðeins sem hættulegt fjárhættuspil. „Mótapóker er hugaríþrótt, rétt eins og skák eða Brids og það tekur á að spila rétt eins og í öðrum hugaríþróttum,“ sagði Aðalsteinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“

Svavar segir að miklu fleiri en maður heldur hafi farið í þessa aðgerð – „Allir þessir frægu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svava Grétars selur íbúðina í Reykjavík

Svava Grétars selur íbúðina í Reykjavík
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhrifapar í viðskiptalífinu selur einstakt einbýlishús í jaðri byggðar í Garðabæ á 350 milljónir

Áhrifapar í viðskiptalífinu selur einstakt einbýlishús í jaðri byggðar í Garðabæ á 350 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins