fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fókus

Margrét 6 ára sér myndir af nýfæddri litlu systur: Dásamleg viðbrögð

Auður Ösp
Föstudaginn 12. febrúar 2016 16:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ómægad, ég get ekki beðið!,“ segir hin 6 ára gamla Margrét Hekla þegar hún sér myndir af nýfæddri systur sinni en hún hafði í langan tíma beðið eftir komu hennar. Myndskeið sem sýnir viðbrögð hennar hefur vakið mikla lukku eftir að foreldrar hennar birtu það á Youtube á dögunum en það var tekið upp fyrir ári síðan.

Guðný Halla Hauksdóttir móður Heklu birtir myndbandið jafnframt á facebooksíðu sinni ásamt meðfylgjandi texta: „Fyrir einu ári síðan varð hún Margrét Hekla stóra systir. Það þarf varla að taka það fram að henni var búið að hlakka rosalega rosalega mikið til. Margrét er mjög tilfinningarík og þetta myndband endurspeglar það.“

„Þetta var langþráður draumur. Hún var búin að bíða í mörg ár eftir að fá lítið systkini. Þannig að eðlilega var spennufallið svolítið mikið þennan dag,“ segir Guðný jafnframt í samtali við DV.is og bætir við að þau foreldrarnir hafi ákveðið að birta myndbandið aftur í tilefni þess að yngri systir Margrétar Heklu, hún Vordís Katla varð eins árs á dögunum. Óhætt er að fullyrða að viðbrögð Margrétar muni koma til með að ylja mörgum um hjartarætur.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=0JHJay8FTVo&w=600&h=480]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims
Fókus
Í gær

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum