Undanfarin sjö ár hafa meðlimir Retro Stefson blásið til gamlárstónleika milli jóla og nýárs sem borið hafa yfirskriftina „Síðasti sjéns“. Heitið er talsvert alvöruþrungnara þetta árið því meðlimir sveitarinnar hafa gefið það út að um sé að ræða lokatónleika sveitarinnar sem þar með slái botninn í farsælan feril í áratug. Uppselt er á tónleikana og mun sveitin spila lög af nýútkominni plötu sinni, „Scandinavian Pain“, í bland við eldri slagara. Aðrir gestir verða stórvinir sveitarinnar, Sturla Atlas og Hermigervill.