fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fókus

Þingmaður velti bílnum á jóladag

Voru á leið í óvænta heimsókn til Siglufjarðar

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 27. desember 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta fór aðeins öðruvísi en við ætluðum okkur.“ Þetta sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem ásamt eiginkonu sinni ætlaði að koma fjölskyldumeðlimum, sem eru búsettir á Siglufirði, á óvart með því að mæta óvænt í heimsókn á jóladag.

Þegar hjónin voru að keyra Siglufjarðarveginn missti Jón stjórn á bifreiðinni í einni beygjunni með þeim afleiðingum að hann valt. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun en óvænta heimsóknin varð enn óvæntari fyrir vikið þegar börnin þeirra fengu símtal þess efnis að sækja þau á slysstað.

Í viðtalinu segir Jón að færðin hafi verið ágæt á veginum og jeppinn vel útbúinn og á splunkunýjum vetrardekkjum. Slysin geri hinsvegar aldrei boð á undan sér.

„Ég tel mig vanann ökumann og vorum sannarlega ekki í neinum hraðaakstri. Vegurinn er hinsvegar varasamur líkt og þetta slys sannar enn og aftur. Við kennum okkur þó einskis mein og erum mjög þakklát fyrir það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Wintour leitar að eftirmanni sínum

Wintour leitar að eftirmanni sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu
Fókus
Fyrir 6 dögum

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?