fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fókus

George Michael er látinn

Lést í dag, 53 ára að aldri

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 25. desember 2016 23:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn George Michael er látinn, 53 ára að aldri. Frá þessu greina breskir fjölmiðlar nú í kvöld, þar á meðal breska ríkisútvarpið, BBC. Þar segir að Michael hafi látist á heimili sínu en dánarorsök hefur ekki verið gefin út.

Michael, sem fæddist þann 25. júní 1963, seldi rúmlega hundrað milljónir platna á frábærum ferli sínum sem tónlistarmaður sem spannaði um fjóra áratugi.

Talsmaður söngvarans staðfesti við breska fjölmiðla að þessi magnaði tónlistarmaður væri látinn. „Það er með sorg í hjarta sem við staðfestum að okkar elskaði sonur, bróðir og vinur, George, lést friðsamlega (e. peacefully) á heimili sínu um jólin.“

Að sögn BBC voru sjúkraliðar kallaðir að heimili söngvarans klukkan 13.42 í dag. Michael sló fyrst í gegn með hljómsveitinni Wham! og gaf hann út sína fyrstu sólóplötu, Faith, árið 1987. Sú plata sló í gegn um allan heim og seldist í rúmlega tuttugu milljónum eintaka. Á ferli sínum kom hann sjö lögum í efsta sæti breska vinsældalistans og átta lögum á topp Billboard-listans. Árið 2008 var George Michael útnefndur einn af áhrifamestu tónlistarmönnum sögunnar í umfjöllun Billboard-tímaritsins.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=izGwDsrQ1eQ&w=560&h=315]

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=E8gmARGvPlI&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Wintour leitar að eftirmanni sínum

Wintour leitar að eftirmanni sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu
Fókus
Fyrir 6 dögum

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?