fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fókus

Tommi var einn um jól: Borðaði flatöku með rækjusalati og roastbeef

– Tommi á Búllunni fylgist nú með rekstri hamborgaraveldis síns frá hliðarlínunni – Hefur ekki náð fullum tökum á velgengninni – Jólin í Los Angeles eftirminnileg

Ritstjórn DV
Laugardaginn 24. desember 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Andrés Tómasson, eða Tommi á Búllunni, situr við skrifborðið sitt á fimmtu hæð stóra turnsins í Kringlunni og talar í farsímann þegar blaðamann DV ber að garði. Þessi óumdeildi hamborgarakóngur landsins er í svörtum jakkafötum og skyrtu enda nýbúinn að flytja jólahugvekju fyrir 150 manns á skrifstofu ríkisskattstjóra. Borðið sem hann situr við keypti hann af Hard Rock Café, ásamt öðrum innanstokksmunum veitingastaðarins, þegar honum var lokað fyrir ellefu árum. Skrifstofan minnir um margt á Hamborgarabúllur Tómasar en hún er skreytt veggspjöldum, stuttermabolum og myndum sem tengjast ævistarfi Tomma á einn eða annan hátt.

Tómas er einhleypur og á fjögur börn á aldrinum níu til 48 ára. Yngsta dóttirin býr hjá honum í Grjótaþorpinu í miðbæ Reykjavíkur aðra hvora viku. Þangað flutti Tommi fyrst árið 1998 þegar hann hafði selt rekstur Hard Rock í Kringlunni og tekið við Hótel Borg.

Tommi safnar ýmsum munum sem tengjast veitingarekstri hans í gegnum tíðina. Hér er hann með górillunni sem var inni á fyrsta Tommahamborgarastaðnum við Grensásveg.
Á skrifstofunni Tommi safnar ýmsum munum sem tengjast veitingarekstri hans í gegnum tíðina. Hér er hann með górillunni sem var inni á fyrsta Tommahamborgarastaðnum við Grensásveg.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Grjótaþorpið er dásamlegur staður. Þegar ég flutti þangað fyrst var þar samansafn af sérvitringum og ég varð ástfanginn af umhverfinu. Síðan hefur þetta þróast út í það að það eru færri sérvitringar og meira um að fólk sé að leigja útlendingum gistingu. Þetta er eins og lítil vin í eyðimörkinni. Þú ert niðri í miðbæ en verður ekki var við neinn hávaða frá næturlífinu eða öðru. Ég varð ekki einu sinni var við neitt þegar það var nektarbúlla í næstu götu í Grjótaþorpinu.“

Hvað eldar hamborgarakóngurinn á aðfangadag?

„Ég verð hjá Tómasi syni mínum og hef hann grunaðan um að verða með tvær þrjár rjúpur í forrétt og svo kalkún. Hann er alinn upp í Ameríku og gerir góðan kalkún. Í minningunni fannst mér hamborgarhryggur það dásamlegasta sem ég gat fengið en mig langar ekki í hann í dag. Einu sinni æxluðust hlutirnir þannig að ég var einn ein jólin. Þá borðaði ég uppáhaldsmatinn minn, flatköku með roastbeef og rækjusalati.

Önnur eftirminnileg jól eru þau þegar ég var búinn að selja Tommahamborgara og fór með Sveinbirni til Los Angeles. Við vorum svolítið eins og sveitamenn á Santa Monica og fórum og fengum okkur nautasteik á aðfangadagskvöld. Þá var ég búinn að fá augastað á Hard Rock Café en ekki búinn að hitta eigandann. Ég hafði sagst ætla að opna staðinn á Íslandi en þetta var bara draumur. Þessi jól tók Sveinbjörn upp lítinn pakka sem hann gaf mér. Hann hafði þá farið upp á sitt einsdæmi og mútað einni þjónustustúlkunni á Hard Rock í Los Angeles og keypt af henni barmmerki með lógói Hard Rock. Þetta gaf hann mér og er eftirminnilegasta jólagjöfin. Þetta var ákveðið „statement“. Ég skrifaði svo undir samninginn og eftirleikinn þekkja allir.“

Þetta er brot úr helgarviðtali DV við Tomma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Wintour leitar að eftirmanni sínum

Wintour leitar að eftirmanni sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu
Fókus
Fyrir 6 dögum

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?