fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fókus

Guðni Th. er mest gúgglaði Íslendingurinn

Gummi Ben kemur nýr inn á listann

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 21. desember 2016 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson forseti var sá Íslendingur sem Íslendingar gúggluðu oftast á árinu, samkvæmt úttekt auglýsingarstofunnar H:N Markaðssamskipta. Guðni Th. var gúgglaður rúmlega 34 þúsund sinnum á árinu en hann var sem kunnugt er kjörinn forseti Íslands í júní.

Gunnar mest gúgglaður í fyrra

Guðni Th. var gúgglaður tæplega 15 þúsund sinnum oftar en bardagakappinn Gunnar Nelson sem var gúgglaður næst oftast eða tæplega 20 þúsund sinnum talsins. Gunnar var mest gúgglaði Íslendingurinn í fyrra, samkvæmt úttekt H:N Markaðssamskipta.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, er í þriðja sæti yfir þá Íslendinga sem Íslendingar gúggluðu oftast, en leit að honum rauk upp í kjölfar Wintris-málsins svokallaða.

Vigdís Finnbogadóttir er í því fjórða og Ragnar Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu stingur sér í fimmta sætið en hann fór mikinn á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar.

Athafnamaðurinn Björn Steinbekk er svo í því sjötta en hann var einnig áberandi í umræðunni í kringum Evrópumótið í knattspyrnu.

Gummi Ben nýr á listanum

Athygli vekur að íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson kemur nýr inn á listann en frægðarsól hans skein hvað hæst þegar hann lýsti leikjum strákanna okkar á Evrópumótinu í sumar. Áhuginn á Gumma rauk upp í kringum Evrópumótið og öruggt að líflegum lýsingum hans á leikjum karlalandsliðsins sé þar að þakka.

Þegar horft er til þess hvað heimurinn gúgglaði um Ísland kemur í ljós að flestir voru forvitnir um kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson en um 1,6 milljón manna gúgglaði hann á árinu. Hafþór fór mikinn á árinu sem er að líða og lék meðal annars The Mountain í sjónvarpsþáttaseríunni Game of Thrones. Í úttektinni er ekki gert ráð fyrir að fólk hafi gúgglað The Mountain enda myndi það skekkja niðurstöðuna allverulega þar sem ýmis fjöll kæmu þá inn í leitarniðurstöðurnar.

Kaleo tekur mikinn kipp

Hljómsveitin Of Monsters and Men er í öðru sæti en um ein og hálf milljóna manna gúgglaði hljómsveitina. Hljómsveitin Kaleo kemur ný inn á listann en tæplega 1,4 milljónir manna flettu upp hljómsveitinni á Google.

Björk okkar vermir svo fjórða sætið. Listamaðurinn Erró er í fimmta sæti, Gunnar Nelson í því sjötta. Gylfi Sigurðsson og crossfitstúlkan Sara Sigmundsdóttir sitja svo saman í sjöunda og áttunda sæti listans, Ragnar Sigurðsson í því níunda og leitarorðið Miss Iceland í því tíunda en skemmst er að minnast þess þegar Arna Ýr Jónsdóttir lét aðstandendur keppninar Miss Grand International hafa það óþvegið.

Þetta er í þriðja sinn sem H:N Markaðssamskipti gera úttekt á mest gúggluðu Íslendingunum. Ekki er um vísindalega rannsókn að ræða og ber að líta á „gúggllistann“ sem samkvæmisleik frekar en heilagan sannleik.

Meðfylgjandi eru súlurit sem sýna topp tíu listann yfir mest gúggluðu Íslendinga á Íslandi, mest gúggluðu Íslendingana á heimsvísu sem og áhuga Íslendinga á íþróttafréttamanninum Guðmundi Benediktssyni fyrir og eftir Evrópumótið í knattspyrnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Wintour leitar að eftirmanni sínum

Wintour leitar að eftirmanni sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu
Fókus
Fyrir 6 dögum

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“
Fókus
Fyrir 1 viku

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?