fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fókus

Sonur Benedikts féll fyrir eigin hendi: „Það er ekkert verra til en þetta“

Auður Ösp
Mánudaginn 19. desember 2016 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er eitthvað sem maður vill að enginn lendi í. Það er ekkert verra til en þetta,“ segir Benedikt Þór Guðmundsson en sonur hans Pétur var 21 árs gamall þegar hann féll fyrir eigin hendi. Benedikt situr í dag í stjórn Pieta Ísland en samtökin munu opna hús árið 2017, miðstöð fyrir fólk sem á um sárt að binda vegna sjálfsvígsvanda. Hann átti jafnframt hugmyndina að samtökunum, sem eru að írskri fyrirmynd.

Í samtali við sjónvarpsþáttinn Fólk með Sirrý á Hringbraut segir Benedikt það vera nauðsynlegt efitr jafn hrikalegt áfall að vera með öðru fólki sem þekkir sorgina og vonina.Hér á landi eru 500 til 600 tilraunir gerðar til sjálfsvígs á hverju ári, og þá benda opinberar tölur til þess að 40 til 50 manns taki sitt eigið líf ár hvert.

Bendikt og kona hans þurftu í kjölfar fráfalls sonar síns fyrir 11 árum að leita sér hjálpar eða „„finna sér stað“ eins og Benedikt orðar það. Leituðu þau þá meðal annars til sjálfshjálparhópa og segir Benedikt að stofnun Pieta samtakanna hér á landi hafi verið framhald af þeirri vinnu.

„Það má segja það að það hafi tekið mig og konuna mína þrjú ár að finna staðinn. Þá fundum við aðra aðstandendur sem höfðu lent í því sama. Þá forum við að tala sama tungumálið. Þess vegna er svo mikilvægt fyrir fólk sem missir í sjálfsvígi að hitta fólk sem hefur lent í sömu stöðu. Það hjálpar mjög.“

Mynd: Shutterstock

Benedikt kveðst lítið hafa vitað um þessi mál áður en sonur hans féll frá.

„Ég var ekki þannig meðvitaður um þetta. Þetta er náttúrulega gríðarleg reynsla og skóli sem maður fer í gegnum á þessum tíma.“

Hann og fleiri í stjórn Pieta Ísland standa fyrir göngu 21.desember næstkomandi: Úr myrkri í ljós en þar er ætlunin meðal annars að minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Um miðnætti mun vera gengið að vitanum við Skarfaklett, enda er vitinn merki um ljós og von, og nöfn hinna látnu skráð niður á sérstaka plötu. Benedikt segir það hafa mikla þýðingu fyrir aðstandendur að koma saman á þennan hátt og gera eitthvað táknrænt.

„Þetta snýst líka um að finan gleðina og finna vonina. Það eru margir á msimunandi stað í sorginni. Þetta er tilgangur til þess að minnast, og líka til þess að eiga vonina og eiga morgudaginn og framtíðina,“ segir hann og bætir við:

„Sorgin er ekki bara leiðinleg. Maður getur líka byggt sig upp eftir sorgina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Wintour leitar að eftirmanni sínum

Wintour leitar að eftirmanni sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu
Fókus
Fyrir 6 dögum

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“
Fókus
Fyrir 1 viku

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?