Athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir birti myndir úr nýjasta fyrirsætuverkefni sínu á Facebook-síðu sinni á fimmtudag. Þar deilir hún tveimur myndum sem lofa góðu og upplýsir Ásdís að myndaserían beri yfirskriftina „Getto girl“ og að myndirnar séu teknar í Breiðholti þar sem hún hafi alist upp.
Ljósmyndarinn er Saga Sig og af sýnishornunum að dæma verður um afar töff og sjóðheita seríu að ræða. Ásdís er þar klædd í svart leður frá toppi til táar með derhúfu merkta sér á höfðinu.