Íþróttafréttamaðurinn og sjónvarpsmaðurinn góðkunni, Hjörvar Hafliðason, er alæta á íþróttir en eitt af því skemmtilegasta sem hann gerir er að horfa á pílukast.
Milli jóla og nýárs mun langþráður draumur Hjörvars rætast en þá heldur hann til Lundúna til að horfa á HM í pílukasti í Alexandra Palace. Hjörvar greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni þar sem hann birti mynd af bókuninni á mótið sem fer fram þann 29. desember. „Já, já. Þetta verður ömurlegt,“ sagði hann í stuttri færslu.