Dóri blús sextugur – Vinirnir blésu til óvæntrar afmælisveislu
Tónlistarmaðurinn Halldór Bragason, Dóri Braga eða Dóri blús, varð sextugur síðastliðinn þriðjudag. Vinir hans komu afmælisbarninu á óvart með því að slá upp veislu fyrir hann í Cadillac Klúbbnum í Skeifunni á fimmtudagskvöldið.
Uppákoman kom honum að sögn fullkomlega í opna skjöldu en hann var grunlaus leiddur inn í húsið. „Eina orðið sem mér kemur í hug er „tekinn“,“ segir Halldór í samtali við DV. „Þetta var mögnuð kærleikssprengja.“
Hljómsveitin Vinir Dóra steig auðvitað á svið en fjöldi kunnra tónlistarmanna heiðraði Dóra með nærveru sinni.