fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fókus

Sigrún Lilja vinnur úr taugaáfalli með nektarmyndatöku: „Ég hef staðið í erfiðum málum sem hafa tekið mikið á mig“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 15. desember 2016 14:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Margar konur eru feimnar við eigin líkama, en ættu ekki að þurfa þess,“ segir athafnarkonan Sigrún Lilja í samtali við Séð og heyrt og finnst að nekt eigi ekki að vera feimnismál.

Sigrún segir að hún hafi fengið taugaáfall í vor og brotnað niður andlega. Nektarmyndatakan sé hluti að uppbyggingarferli.

„Ég hef staðið í erfiðum málum sem hafa tekið mikið á mig. Ég vil ekki fara nánar út í það um hvað það snerist en það gerði það að verkum að ég fékk alvarlegt taugaáfall í vor. Ég fékk sem betur fer viðeigandi aðstoð.

Segir Sigrún Lilja að sjálfstraustið hafi verið í molum. Bjóst hún ekki við að enda á þeim stað, þar sem hún hafði sjálf hjálpað konum að byggja sig upp, bæði hér á landi og erlendis.

„Það var því skrýtið að vera allt í einu komin á algjöran botn sjálf.“

Hún bætir við að sjálfsagðir hlutir hefðu allt í einu orðið stórmál en með nokkrum litlum sigrum hafi byrjað að rofa til á ný. Hún segir myndatökuna vera stóran hluta af ferlinu, að þora að stíga út fyrir þægindarammann. Segist hún ætla að koma tvöfalt sterkari til baka.

„Mig langar einfaldlega og hef gríðarlega þörf fyrir að vera frjáls og sérstaklega eftir það sem undan er gengið og fyrir mér er það frelsi að þora að sýna hver ég raunverulega er og vera nakin á meðan.“

Ítarlegt viðtal er að fina við Sigrúnu Lilju í Séð og heyrt sem kom út í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ozempic-píkan hvimleitt vandamál en það er lausn – „Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður að hafa mælt með þessu“

Ozempic-píkan hvimleitt vandamál en það er lausn – „Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður að hafa mælt með þessu“
Fókus
Í gær

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga
Fókus
Fyrir 1 viku

Slúðra enn saman um sinn fyrrverandi Brad Pitt – „Hvernig er annað hægt?“

Slúðra enn saman um sinn fyrrverandi Brad Pitt – „Hvernig er annað hægt?“
Fókus
Fyrir 1 viku

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír