fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Símon selur verðmætt Star Wars-plakat

Símon Birgisson vill fá 60 þúsund krónur fyrir safngrip á bland.is

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. desember 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég ákvað að selja plakatið þar sem ég er nýbakaður faðir tvíbura og þurfti því að taka til í geymslunni hjá mér,“ segir Símon Birgisson, dramatúrg í Þjóðleikhúsinu, aðspurður af hverju hann hafi auglýst Star Wars-kvikmyndaplakat sitt frá árinu 1977 til sölu á bland.is. Þar er plakatið falt fyrir 60 þúsund krónur og bendir Símon á að um upprunalegt eintak sé að ræða.

„Ég er búinn að eiga þetta plakat í um áratug og tók nýverið eftir því að það hefur hækkað mikið í verði vegna nýju Star Wars-myndanna,“ segir Símon í samtali við DV og bendir á að kvikmyndin Rogue One: A Star Wars Story verði frumsýnd á næstu dögum.

Plakatið var samkvæmt auglýsingu Símonar keypt af viðurkenndum söluaðila í Bretlandi. Búið er að setja það á striga sem auðveldar innrömmum. Um er að ræða plakat vegna fyrstu Star Wars-myndarinnar eða eins og hún var síðar nefnd: Star Wars: Episode IV- A New Hope. Í henni fóru þau Mark Hamill, Carrie Fisher og Harrison Ford með aðalhlutverkin. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa tæplega 1.100 manns skoðað auglýsinguna.

„Verðmætur safngripur sem hækkar bara í verði. Tilvalin jólagjöf fyrir Star Wars aðdáendur,“ segir í auglýsingunni og bent á að sambærileg plaköt kosti á bilinu 700 til 1.500 dali á eBay eða allt að 170 þúsund krónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 3 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina