fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Ragnhildur var við dauðans dyr

„Það er æðislegt að geta gefið tilbaka“

Kristín Clausen
Laugardaginn 10. desember 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég man bara hvað þetta var hræðilegt tímabil. Með þessu langar mig einfaldlega að gefa til baka.“ Þetta segir Ragnhildur Guðmundsdóttir sem stendur nú í ströngu við að safna gjafabréfum og gjöfum sem hún ætlar að koma áfram til barna og unglinga, á aldrinum 14-18 ára, og hafa verið innlögð eða munu dvelja á Barnaspítala Hringsins yfir jólahátíðina.

Lítill pakki getur gefið svo mikið

Ragnhildur sem er 21 árs greindist sjálf með hvítblæði þegar hún var 14 ára og þurfti að dvelja á spítala meira og minna í tvö ár.

Hún hefur náð fullum bata og kann svo sannarlega að njóta lífsins. Í dag er hún búin að ferðast um heiminn og er verslunarstjóri Júnik
Ragnhildur tók þátt í Miss Universe Iceland í haust Hún hefur náð fullum bata og kann svo sannarlega að njóta lífsins. Í dag er hún búin að ferðast um heiminn og er verslunarstjóri Júnik

Mynd: Úr einkasafni

„Ég veit hvernig það er að þurfa að vera á spítala og það er gríðarlega erfitt. Lítill pakki getur gefið svo mikla gleði og tekið hugann frá öllu erfiðinu og vanlíðaninni sem fylgir veikindunum. Maður hættir að pæla í þessu öllu því maður er svo glaður í augnablikinu.“

Þá segir Ragnhildur að það hafi reynt mikið á sálina þegar hún missti allt hárið og hún hafi oftar en einu sinni verið nær dauða en lífi.

„Þá var fólk eins og ég er að gera núna sem kom upp á spítala og var með eitthvað. Ekkert endilega eitthvað mikið. Það gladdi okkur svo svakalega mikið og hélt mér alveg gangandi þegar ég var uppi á spítala. Ég veit að ömmu og pabba fannst það líka rosalega gaman líka.“

Gleðitár

Eins og staðan er í dag hafa 23 fyrirtæki gengið til liðs við Ragnhildi en gjöfunum verður komið til Styrktarfélags krabbameinssjúkra (SKB) barna rétt fyrir jól. Hún gerir ráð fyrir að í heildina fái um 30 börn glaðning fyrir jólin. Þau börn sem eru innlögð og dvelja á barnaspítalanum um jólin fá gjafirnar sínar sendar þangað.

„Ég hef verið að fara í fyrirtæki í matartímanum mínum í vinnunni, hringja í þau og senda póst til segja þeim frá því sem ég er að gera. Ég trúi ekki hvað þetta hefur gengið vel og hvað fólk tekur vel í þetta. Ég fæ gleðitár í augun þegar ég hugsa til þess hvað fólk er tilbúið að gera fyrir þessa krakka. Það er líka æðislegt að geta gefið til baka þar sem ég fékk sjálf mikinn stuðning í minni baráttu.“

Náði fullum bata

Ragnhildur sem var sjálf virkur meðlimur í SKB segir að útlit sé fyrir að 8 börn og unglingar verði á spítalanum í meðferð yfir jólin. Það getur þó alltaf bæst í hópinn.

Ragnhildur barðist við hvítblæði í tvö ár. Hún greindist 14 ára gömul
Vill gefa til baka Ragnhildur barðist við hvítblæði í tvö ár. Hún greindist 14 ára gömul

Mynd: Úr einkasafni

Þrátt fyrir að Ragnhildur hafi sjálf náð fullum bata segir hún að margir séu ekki jafn heppnir og hún.

Ragnhildur á erfitt með að hugsa um þetta tímabil
Lífið var erfitt á spítalanum Ragnhildur á erfitt með að hugsa um þetta tímabil

Mynd: Úr einkasafni

„Það er svo margt annað sem getur spilað inn í veikindi hjá svona ungum einstaklingum. Til dæmis þunglyndi og kvíði. Líka þess vegna finnst mér svo mikilvægt að gera eitthvað fyrir þennan hóp af krökkum sem eru að berjast hetjulega fyrir lífi sínu.“

Þeir einstaklingar/fyrirtæki sem hafa áhuga á að leggja hönd á plóg við söfnunina geta sett sig í samband við Ragnhildi. Annað hvort í gegnum Facebook eða á rg18@simnet.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fara fram á gjaldþrot
Fókus
Fyrir 2 dögum

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 3 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni