Rithöfundurinn birti mynd af verkinu á Instagram
Rithöfundurinn Mikael Torfason skartar nýju húðflúri á hægri handleg, frá olnboga og niður að úlnlið, af konu með úlfshöfuð á höfði. Frumsýndi hann listaverkið á Instagram-síðu sinni á þriðjudag og kom þá fram að flúrarinn Dagur Gunnars á Bleksmiðjunni í Reykjavík á heiðurinn af verkinu. Fylgjendur Mikaels á Instagram voru að vonum ánægðir með sinn mann og þá ekki síst leikkonan Elma Stefanía Ágústsdóttir, eiginkona rithöfundarins.