fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fókus

Alma Rut þakklát bjargvættum sonar síns

Telur mikilvægt að hrósa störfum lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks og passa að einblína ekki of mikið á það neikvæða- „Þetta er auðvitað versta martröð allra foreldra, að horfa upp á barnið sitt í bráðri lífshættu“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 1. desember 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þeir aðilar sem voru á vakt þetta kvöld björguðu lífi barnsins okkar og fyrir það er ég ævinlega þakklát,“segir Alma Rut Lindudóttir en þriggja ára sonur hennar var hætt komin á fimmtudagskvöld þegar hann missti meðvitund og hætti að anda, Hún kveðst standa í ævilangri þakkarskuld við lögreglu og sjúkraflutningamenn sem björguðu lífi drengsins þetta kvöld, og segir mikilvægt að vakin sé athygli á því mikilvæga starfi sem lögregla og heilbrigðisstarfsfólk sinni á degi hverjum. Allt of oft sé athyglinni eingöngu beint að því neikvæða.

Alma á þrjá drengi, 15, 12 og 3 ára en yngsti sonurinn, Axel er greindur með ADEM, svokallaða bráða heila-og mænubólgu, en sá sjúkdómur er algengari hjá börnum en fullorðnum og getur komið í kjölfar veiru- eða bakteríusýkingar. Í tilfelli Axels kom sjúkdómurinn í kjölfar flensu nú í haust. Á fimmtudagskvöldið lögðust þau mæðgin til svefns um átta leytið en rúmlega klukkutíma síðar vakti sonur Ölmu hana.

„Stuttu síðar hætti hann að anda og datt út,“ segir Alma. Hún kveðst um leið hafa hlusta á innsæið og hringt á neyðarlínuna.

„Næstu mínútur eftir það voru það versta, skelfilegasta og erfiðasta sem ég hef nokkurn tímann upplifað. Þetta er auðvitað versta martröð allra foreldra, að horfa upp á barnið sitt í bráðri lífshættu og geta ekkert gert, heldur er maður algjörlega varnarlaus. Þarna er maður settur í þá stöðu að þurfa algjörlega að treysta á þá sem koma til bjargar, fólki sem maður þekkir ekki neitt og hefur aldrei séð áður,“

segir Alma þvínæst en það tók lögreglu og sjúkraflutningamenn aðeins rúmlega tvær mínútur að koma á staðinn.

„Það var algjörlega magnað hvað þau komu fljótt. Allt í einu var íbúðin orðin full af fólki, og allir einbeittu sér að því sama, að bjarga stráknum okkar.“

Alma bætir við að þarna hafi hver einasta sekúnda skipt máli. „Ef það hefðu liðið þó það væri ekki nema bara hálf mínúta í viðbót þá er óvíst hvort að barnið okkar væri á lífi í dag.“

Axel var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús með hraði og lokaði lögregla fyrir umferð svo hægt væri að koma undir læknishendur sem fyrst. Hann er nú kominn úr öndunvarvél og að sögn Ölmu virðist hann ætla að komast klakklaust frá þessari raun.

Axel Freyr Hafsteinsson 3 ára.
Axel Freyr Hafsteinsson 3 ára.

„Fólk ætti að vita hvað við erum ótrúlega heppin hér á landi að eiga allt þetta magnaða fólk sem vinnur innan lögreglunnar og á sjúkrahúsunum,“ bætir Alma við og tekur undir að þeir aðilar eigi svo sannarlega hrós skilið fyrir að vinnu óeigingjarnt og sleitulaust starf undir erfiðum aðstæðum, en allt of sjaldan sé vakin athygli á þeirra góðu störfum.

Á sunnudagskvöld deildi Alma frásögn af atvikinu á facebooksíðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, og viðbrögðin voru mikil. Fjölmargir tóku undir með Ölmu um að of sjaldan fái lögreglumenn landsins hrós fyrir störf sín.

Mynd/skjáskot af facebooksíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Mynd/skjáskot af facebooksíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

„Ég gat bara ekki hugsað mér annað en koma þessu þakklæti á framfæri einhvern veginn, ég varð að koma því frá mér,“ segir hún en lögreglan skrifaði sjálf athugasemd undir færsluna þar sem tekið var fram að skilaboðum Ölmu hafði verið komið áfram til þeirra sem komu á vettvang og komu syni hennar til bjargar.

„Ég sá og upplifði hversu heppin við erum að eiga þessa mikilvægu starfsmenn sem eru í raun þeir mikilvægustu af öllum þvi það dýrmætasta sem er til erum við, fólkið og líf okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið