Það var margt um manninn á hátíðartónleikum Kristjáns Jóhannssonar í Eldborgarsal Hörpu á laugardagskvöld. Auk Kristjáns komu fram á tónleikunum Dísella Lárusdóttir, Elmar Gilbertsson, Oddur Arnþór Jónsson og Hrafnhildur Árnadóttir. Leynigestur var enginn annar en Geir Ólafsson og var honum vel fagnað af tónleikagestum.