Mikið stuð á tónleikum á Hard Rock Café
Pönkið er langt frá því að vera dautt ef marka má tónleika sem haldnir voru á Hard Rock Café í miðborg Reykjavíkur á fimmtudagskvöld. Fullveldispönk var yfirskrift tónleikanna og þar komu margir af fremstu pönkurum íslenskrar tónlistarsögu fram. Meðal þeirra sem trylltu lýðinn voru voru hljómsveitirnar Tappi tíkarrass og Fræbbblarnir. Þess má geta að þetta voru fyrstu tónleikar Tappans síðan sveitin spilaði síðast í Safarí árið 1985. Björk Guðmundsdóttir var þó ekki með sveitinni að þessu sinni, en hún sló fyrst í gegn með Tappanum fyrir margt löngu. Á tónleikunum komu einnig fram hljómsveitirnar Jonee Jonee og Suð. Ljósmyndari DV tók nokkrar myndir á tónleikunum.