Tveir reyndir fjölmiðlamenn, Sveinn H. Guðmarsson á RÚV og Una Sighvatsdóttir á Stöð 2, hverfa á næstunni til annarra starfa. Sveinn er þrautreyndur fréttamaður sem hefur starfað á RÚV frá árinu 2008 og einkum sinnt erlendum fréttum. Sveinn mun taka við stöðu upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar um miðjan þennan mánuð.
Una er ekki síður reynslumikil en hún hefur að undanförnu starfað á fréttastofu Stöðvar 2 en þar áður um langt skeið á Morgunblaðinu. Una mun taka við stöðu upplýsingafulltrúa NATO í Afganistan og flýgur út á laugardaginn kemur.