fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fókus

Jón Gnarr flytur aftur út til Texas

Sækir innblástur til Houston og sest að skrifum – Verður í nokkra mánuði

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. nóvember 2016 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr, leikari, rithöfundur og fyrrverandi borgarstjóri, hyggst flytja á nýjan leik út til Houston í Texas í Bandaríkjunum á nýju ári. Þetta staðfestir hann í samtali við DV og segir að til standi að setjast að skriftum.

„Já, ég er að fara út í nokkra mánuði að vinna. Ég er að skrifa og vinna nokkur verkefni í Houston,“ segir Jón sem þekkir vel til þar úti enda dvaldi hann þar um nokkurra mánaða skeið í fyrra. Jón segir að dvöl hans og vinna þar nú verði áframhald á þeirri vinnu sem hann var að sinna þá.

Jóni líkaði dvölin í Houston vel og gekk meira að segja svo langt að fá sér húðflúr af Texasríki, næststærsta ríki Bandaríkjanna, á upphandlegg sinn áí fyrra. Jón sagði þá að Texas hefði gefið honum nafn sitt, með vísan í að eftir margra ára baráttu fyrir því að fá Gnarr nafnið löglega skráð hérlendis reyndist það minna mál vestanhafs. Jón segir að honum líði vel á þessum slóðum.

„Það er mjög gott að vera í Texas og það fyllir mann innblæstri finnst mér. Það er mjög gott.“

Aðspurður hvort hann fari einn eða með fjölskylduna segir Jón:

„Flest börnin mín eru nú orðin fullorðin og komin á aldur við mig. En yngsta barnið kemur með okkur.“ Hann segir mjög spennandi tíma framundan en aðspurður kveðst hann að svo stöddu ekki geta gefið upp að hverju hann sé að vinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið