fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fókus

Eyðileggur Trump grænmetisgarð Michelle?

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 27. nóvember 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michelle Obama hefur í forsetatíð sinni ræktað veglegan grænmetisgarð á suðurflöt Hvíta hússins og þar er meðal annars að finna brokkólí, spínat og rófur. Í nýliðinni kosningabaráttu varð Barack Obama að orði að Donald Trump væri trúandi til að eyðileggja garðinn kæmist hann í Hvíta húsið.

Trump er, ólíkt Michelle, enginn aðdáandi heilsufæðis heldur einlægur aðdáandi skyndibita. Eiginkona hans Melania segir að honum líði best heima hjá sér, í sófanum að borða hamborgara. Grænmetisgarðurinn er vel merktur en á steintöflu er áletrun þar sem segir að hann hafi orðið til árið 2009 að frumkvæði Michelle Obama. Eiginkona Trumps gæti mögulega komið í veg fyrir að grænmetisræktun legðist af við Hvíta húsið en hún gætir vel að mataræði sínu og borðar grænmeti og ávexti á hverjum degi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig