fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Playboy-fyrirsæta nakin í íslenskri náttúru: Fækkaði fötum á Sólheimasandi

Ausrine Olivia sat fyrir á myndum Önu Dias – Ísland „einn ótrúlegasti staður“ jarðar

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 24. nóvember 2016 10:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska tímaritið Playboy sendi fyrirsætuna Ausrine Olivia til Íslands fyrir skemmstu þar sem hún sat fyrir nakin í íslenskri náttúru. Með í för var virtur ljósmyndari, Ana Dias, sem tók myndir af Ausrine. Afraksturinn var svo birtur á YouTube-síðu Playboy í gær.

Töfrandi staður

„Ég sá Ísland alltaf fyrir mér sem töfrandi stað sem virtist vera svo langt í burtu. Ég sá það fyrir mér sem fallegasta stað jarðar með ótrúlegu landslagi. Og nú, þegar ég hef séð það með eigin augum, get ég sagt með sanni að það er rétt,“ segir Ana Dias í myndbandinu en hún er vinsæll ljósmyndari með tæplega 70 þúsund fylgjendur á Facebook og Instagram. Ausrine, fyrirsætan í myndbandinu, er frá Litháen.

Kalt í veðri

Í myndbandinu sést hópurinn meðal annars koma við í Bláa lóninu og á Sólheimasandi, við flak Douglas Dakota-flugvélarinnar sem liggur á sandinum. Hópurinn notaði flugvélaflakið sem bakgrunn í nokkrum myndatökum og má meðal annars sjá Ausrine sitja fáklædd á flakinu.

Myndirnar virðast hafa verið teknar í sumar en þrátt fyrir það er þeim Dias og Ausrine tíðrætt um að kalt hafi verið í veðri meðan á tökunum stóð. En Ana Dias ber landinu góða söguna og segir í lok myndbandsins að hún vonist til þess að koma aftur sem allra fyrst.

„Ísland er án nokkurs vafa einn ótrúlegasti staður sem ég hef séð. Ég þarf að koma aftur bráðlega,“ segir Ana í lok myndbandsins sem má sjá hér að neðan.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=ZQpZPt2rvHI&w=690&h=415]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“