fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fókus

Newsweek fjallar um vítisvist Hönnu Rúnar

Langt því frá einsdæmi á rússneskum sjúkrahúsum

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 22. nóvember 2016 13:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska tímaritið Newsweek fjallar um vítisvist Hönnu Rúnar Bazef Óladóttur á rússnesku sjúkrahúsi á dögunum. DV fjallaði um málið í byrjun október en atvikið varð þegar hún fór ásamt eiginmanni sínum, Nikita, og syni, Vladimir Óla, í frí til borgarinnar Penza í Rússlandi þar sem fjölskylda Nikita býr.

Veiktist hastarlega

Hanna Rún lýsti því á bloggsíðu sinni hvernig hún veiktist hastarlega og vakti frásögn hennar af aðbúnaðinum á rússneskum sjúkrahúsum athygli margra. Í frétt Newsweek er meðal annars fjallað um þessa frásögn Hönnu og frásagnir annarra sjúklinga af rússnesku heilbrigðiskerfi.

Hanna og Nikita voru búin að vera í fríi í tvær vikur og áttu ekki nema þrjá daga eftir af ferðalagi sínu þegar hún veiktist. Veikindin lýstu sér þannig að Hanna Rún kastaði upp á laugardagskvöldið og í kjölfarið fylgdu sárir verkir ofarlega í brjóstholi.

Þessa mynd birti Hanna Rún með færslu sinni.
Klósettið Þessa mynd birti Hanna Rún með færslu sinni.

Mynd: Hanna Rún Óladóttir

Skelfilegur aðbúnaður

Að lokum fór Nikita, eiginmaður Hönnu Rúnar, með hana á sjúkrahús í borginni. Hanna var á þessum tímapunkti svo lasin að hún átti í erfiðleikum með að horfa í kringum sig. Lýsti hún því að aðbúnaðurinn á sjúkrahúsinu hafi verið skelfilegur og starfsfólk minnt á lækna í hryllingsmynd.

Svo fór að hún var flutt á annað sjúkrahús þar sem ekkert betra tók við. „Ég var orðin mjög stressuð því mér leist ekkert á þetta fólk sem var að vinna þarna. Allir öskrandi, pirraðir, reiðir og mjög dónalegir.“ Þegar Hanna fór á klósettið tók svo við annað áfall.
„Ég átti ekki til orð þegar ég kom inn. Gólfið var allt rennandi blautt og drulluskítugt með blautum pappír útum allt. Það var búið að setja einhverskonar pott lok á klósettið i staðin fyrir setuna sem var greinilega dottin af, klósettið var troðfullt af hlandi og saur. Ég setti peysuna mína yfir nefið og reyndi að anda svoleiðis því lyktin var hryllileg. Ég stóð fyrir ofan klósettið og passaði mig að snerta ekkert og reyndi að miða ofan í klósettið. Vaskurinn var fullur af blóði svo það var ekki séns að þvo sér þar,“ sagði Hanna.

Vildu skera hana upp

Síðar kom í ljós að læknarnir vildu framkvæma aðgerð á Hönnu Rún til að kanna hvort eitthvað þarfnaðist frekari athugunar. Ekki nóg með það heldur vildu þeir einnig senda hana í magaspeglun. Svo fór að Hanna ákvað að yfirgefa sjúkrahúsið og komst hún óséð út af spítalanum, en nánar má lesa um raunir hennar í þessari frétt DV frá því í byrjun október.

„Það er mögulegt að henni hafi þótt erfitt að aðlagast eftir að hafa kynnst sjúkrahúsum á Íslandi.“

Margir tóku undir

Í umfjöllun Newsweek kemur fram að Hanna hafi neitað að ræða sjúkrahúsvistina við blaðið. Þá er rifjað upp að frásögnin hafi ratað á síður íslenskra og rússneskra fjölmiðla, og margir í Rússlandi hafi tekið undir með henni. Aðrir sáu þó aðra hlið á málinu og sögðu að Hanna væri „ofdekraður útlendingur“ eins og það er orðað í frétt Newsweek. „Það er mögulegt að henni hafi þótt erfitt að aðlagast eftir að hafa kynnst sjúkrahúsum á Íslandi,“ sagði Dmitry Zinovev, yfirlæknir Penza-sjúkrahússins þar sem Hanna Rún dvaldi.

Ekki einsdæmi

En rauði þráðurinn í umfjöllun Newsweek er slæmur aðbúnaður á rússneskum sjúkrahúsum. Martröð Hönnu Rúnar sé þvert á móti einsdæmi og það séu ekki bara útlendingar sem bera rússnesku heilbrigðiskerfi slæma söguna. Það sé meira í orði en á borði sem Rússum standi til boða ókeypis heilbrigðisþjónusta. Rússar geti keypt sér aðgang að betri heilbrigðisþjónustu og er það nefnt að ekki sé óalgengt að Rússar geti mútað heilbrigðisstarfsfólki. Staðan á sjúkrahúsum í stærstu borgum landsins, til dæmis Moskvu og St. Pétursborg, sé viðunandi en á strjálbýlli svæðum landsins sé staðan allt að því óbærileg, til að mynda í Penza þar sem peningar eru af skornum skammti.

Hryllingssögur í hverri viku

Í umfjöllun Newsweek kemur fram að í hverri viku heyrist hryllingssögur frá rússneskum sjúkrahúsum. Í október var greint frá máli krabbameinssjúklings í borginni Perm nærri Úralfjöllun sem hringdi í eiginkonu sína um miðja nótt. Vakthafandi læknar voru svo drukknir að þeir gátu með engu móti komið fyrir æðalegg í handlegg hans. Eiginkona hans birt myndband af læknunum sem var síðar vikið frá störfum. Þetta dæmi kom aðeins örfáum dögum eftir að reiður faðir í Mezhdurechensk, borg í vesturhluta Síberíu, birti mynd af skelfilegum aðstæðum á barnadeild spítalans. Rúmið sem barnið hans dvaldi í var skítugt auk þess sem kakkalakkar sáust á flandri um sjúkrastofurnar. Og afleiðingarnar eru stundum banvænar, eins og Newsweek fjallar um. Fyrr á þessu ári lést 28 ára kona, Yelena Poddubetskaya, af barnsförum eftir að drukkið heilbrigðisstarfsfólk trassaði að gefa henni blóð sem hún þurfti á að halda.

Hér má lesa umfjöllun Newsweek í heild sinni..

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“