fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fókus

Edda: „Langaði að honum liði hroðalega illa. Fannst hann ömurlegur“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 21. nóvember 2016 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég man eftir því að í hjarta mínu langaði mig til að refsa honum. Mig langaði til að honum liði hroðalega illa. Mér fannst hann ömurlegur,“ segir Edda Björgvinsdóttir leikkona um fyrrverandi eiginmann sinn Gísla Rúnar Jónsson í þættinum Edda, engum lík í umsjón Helgu Arnarsdóttur. Þar ræðir Edda opinskátt um hjónaband hennar og Gísla en það var ekki alltaf gott á milli þeirra. Þá varpar hún ljósi að ekki er allt sem sýnist frægu atriði í áramótaskaupinu 1984 sem sjá má neðar í fréttinni og munu lesendur aldrei horfa á atriðið með sömu augum og áður.

Sjá einnig: Edda Björgvins aftur skilin

Edda og Gísli léku oft saman og gekk það vel þrátt fyrir storma á heimili þeirra.

„Ég man að á þessu tímabili áttum við ofsalega erfitt samband, vorum ábyggilega skilin þá. Við skildum nú svona tvisvar, allavega. Hann var fluttur út af heimilinu. Svo þurftum við að mæta ægilega glöð að leika grín,“ segir Edda og bætir við:

„Það var alveg brjálæðislega fyndið. Ég hef ekki rætt þetta mikið eða bent mörgum á þetta. Þar sem ég er að syngja og ýti í hann og dálítið fast því að mig langaði að meiða hann. Mér fannst hann ömurlegur á þessu tímabili. Ég horfi á þá og man tilfinninguna þegar hann kemur og ýtir mér til baka og líka svona andstyggilega. Þetta voru ekki leikarar að grínast og ég datt svolítið,“ segir Edda og bætir við að hún hafi hugsað: „Ég hata þig.“

„Það var svo mikil illska,“ segir Edda og bætir við að eftir á sé það skondið „því það er svo mikil gleði í þessum atriðum.“

Viðurkennir Edda að allt hafi logað stafna á milli um tíma. Helga Arnardóttir ræðir einnig við Gísla og vildi hann meina að atriðið hafi átt að vera með þessum hætti og verið ákveðið fyrir fram að þau myndu ýta við hvort öðru. Þá segir Edda á öðrum stað:

„Ég man eftir því að í hjarta mínu langaði mig til að refsa honum. Mig langaði til að honum liði hroðalega illa. Mér fannst hann ömurlegur. Og þetta sé ég ekkert í atriðinu í dag“.

Sjá einnig: „Ég stend í skilnaði […] Ég eyddi milljónum í að halda þessu hjónabandi gangandi“

Edda og Gísli eru í dag bestu vinir. Hér fyrir neðan má sjá myndband af atriðinu úr skaupinu en það er alveg undir lokin sem þau byrja að stjaka við hvort öðru.

Hér má sjá brot úr þættinum Edda, engum lík og hér má horfa á hann í heild sinni.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=IjELBhKpCss&w=640&h=360]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“