fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fókus

Ingibergur: Hún er mikilvægari en allt – „Hún er dáin, ég sturlaðist inni í mér af allskonar tilfinningum“

Svo fyrir þá sem enn eiga mömmu. Mamma er dýrmætari en allt“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 20. nóvember 2016 15:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nokkrum dögum fyrir þennan dag 19. nóvember 1998 var ég kallaður upp í brú á Háberginu því móðir mín var í símanum. Símtalið var mjög falleg en jafnframt skrítið, það endaði á því að hún sagðist elska mig.“

Þannig hefst pistill eftir Ingiberg Þór Ólafarson sem hefur vakið mikla athygli. Ingibergur lýsir í pistlinum á einlægan hátt hversu mikið áfall það hafi verið að missa móður sína og minnir um leið fólk á að vera þakklátt fyrir að eiga mömmu því hún sé dýrmætari en allt. Ingibergur segir:

„18. nóvember var ég aftur kallaður upp í brú því Steini skipstjóri vildi tala við mig. Samtalið snerist um það að móðir mín væri orðin mjög veik og af því að það væri hálfgerð bræla og nótin rifin þá yrði farið í land á Akureyri en mér yrði samt skutlað í land á Seyðisfirði (ævinlega þakklátur fyrir það) og að ég gæti þar tekið bílaleigubíl og keyrt um nóttina til Akureyrar svo að ég gæti náð morgunfluginu til Reykjavíkur, það lá greinilega á svo mikið veik var hún orðin.“

Ingibergur keyrði alla nóttina og leiðin hafi aldrei verið jafn löng. Hann náði í tíma á flugvöllinn og systkini hans tóku á móti honum. Hann vildi fara beint niður á sjúkrahús til að tala við móður sína, fá að kveðja, biðjast afsökunar á hinu og þessu og fá að eyða með henni nokkrum andartökum. Segir Ingibergur að hann hafi á þessum tímapunkti ekki gert sér grein fyrir hversu veik hún var en móðir hans hafði einnig reynt að fela veikindin fyrir Ingibergi til að hlífa honum.

„Við fórum til frænku okkar í Hlíðunum sátum þar inn í stofu, þegar síminn hringdi og spurningin var „eru strákarnir komnir Suður? Ég og Sigurður mágur minn. Svarið var auðvitað já. Viljið þið drífa ykkur niður á spítala þetta fer að verða búið […] whaaaat var það sem ég hugsaði. Við drifum okkur í skóna en þá hringdi síminn aftur:

„Hún er dáin … ég sturlaðist inni í mér af allskonar tilfinningum“ þið getið rétt ímyndað ykkur.“
Ingibergur bætir við:

„Grunnurinn sem ég hafði í lífinu var farinn fyrir fullt og allt, minn lang besti vinur sem allt um mig vissi var farinn. Ég gat ekki lengur hlegið með henni og hvað þá bara fundið af henni lyktina. Allt sem við vorum búin að fara saman í gegnum varð á augnabliki aðeins að minningu.“

Ingibergur segir að enn í dag séu lög eða fallegar stundir sem minna hann á móður sína sem gera það að verkum að hann brotnar saman og grætur eins og barn. Minningin sé bæði ljúf og sár.

„Svo fyrir þá sem enn eiga mömmu. Mamma er dýrmætari en allt, prófaðu bara að loka augunum og reyna að hugsa þér lífið án hennar, og án alls sem henni fylgir.“

Pistilinn má lesa í heild sinni á Grindavik.net

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“