fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Sara Heimis í hart við Rich Piana: „Ég mun hafa upptökur sem sýna það að hann var oft að öskra á mig og ég grátandi“

„Ég hló bara að þessu vídeói, af því að ég veit hvað er rétt“

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 17. nóvember 2016 09:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er að gera mitt eigið myndband og þar mun ég segja mína hlið á málinu, og hvernig allt var. Ég mun hafa upptökur sem sýna það að hann var oft að öskra á mig og ég grátandi. Þar fær fólk að sjá mikið slæmt,“ sagði fitnesskonan Sara Heimisdóttir í viðtali við Brennsluna á FM957 í morgun. Vísir fjallar ítarlega um viðtalið.

Sagði Söru hafa notað sig

Sara, sem er 27 ára, hefur búið í Bandaríkjunum síðan hún var tvítug en fyrir rúmu ári gekk hún í hjónaband með vaxtaræktarmanninum Rich Piana. Hjónabandið entist ekki lengi og í haust var greint frá því að þau væru skilin. Í kjölfarið birti Rich myndband þar sem hann sagði farir sínar ekki sléttar af samskiptum við Söru.

Sjá einnig: Lúxuslíf Söru Heimis í Los Angeles: Vöðvafjall, bleikur Benz og 500 fermetra glæsihöll

Mynd: Myndir: Instagram/RichPiana/SaraPiana

„Ég hefði átt að taka mark á þeim sem sögðu mér að Sara væri að nota mig,“ sagði Rich í myndbandi sem hann birti á YouTube. Hann sagði Söru hafa stolið frá sér peningum og að hann hafi heyrt hana segja móður sinni að hún væri aðeins með honum til að fá græna kortið. Kvaðst hann skammast sín fyrir að hafa verið svo blindaður af ást.

„Allir vöruðu mig við og sögðu að hún væri aðeins að giftast mér til að fá bandarískt ríkisfang. Ég hlustaði ekki á neinn en í dag sé ég að þau voru aðeins að vernda mig. Því þetta er alveg rétt,“ sagði hann og bætti við:
„Ég hélt að hún elskaði mig og ég hana. Hún var 26 ára og ég 45 ára. Núna er þetta svo augljóst. Allir nema ég sáu þetta.“

Svarar honum fullum hálsi

Í Brennslunni í morgun svaraði Sara fyrir sig og það sé hreint ekki rétt að hún hafi gifst honum fyrir græna kortið. Hún hafi verið í skóla í Flórída þegar þau kynntust og hann hafi gengið á eftir henni, beðið hana að flytja til Kaliforníu og búa með sér.

„Hann vildi hafa mig með sér allan daginn, og vera með honum í því sem hann var að gera. Hann bauð því mér að giftast honum, til að hlutirnir yrðu auðveldari. Við létum því verða af brúðkaupinu. Brúðkaupið var þannig séð hans hugmynd,“ sagði Sara sem bætti við að hún hefði aldrei stolið frá honum. Hún væri þó með þykkan skráp og léti gagnrýnisraddir, til dæmis á samfélagsmiðlum, sem vind um eyru þjóta.

„Ég hló bara að þessu vídeói, af því að ég veit hvað er rétt. Allt þetta fólk sem er að drulla yfir mig á samfélagsmiðlunum, mér gæti ekki verið meira sama um það,“ sagði hún en hér má sjá nánari umfjöllun um viðtalið í Brennslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs