fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fókus

Guðni bauð dauðvona manni á Bessastaði

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 10. nóvember 2016 18:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson bauð kanadískum manni, Serge Arsenault í kaffi á Bessastaði. Serge kom til Íslands til að horfa á tónlistarhátíðina Airwaves. Læknar hafa gefið Serge eitt ár en hann er með krabbamein á lokastigi. Fréttatíminn greindi frá boði Guðna og birti mynd af þeim félögum.

Sjá einnig: Guðni Th. styrkti persónulega ung hjón

Þegar Guðni frétti af Serge setti hann sig í samband við hann og bauð honum í kaffi á Bessastaði. Guðni sendi leigubíl eftir Serge í bæinn og þar drakk hann kaffi með Guðna og forsetafrúnni Elizu Reid.

Guðni hefur slegið í gegn hjá þjóðinni á fyrstu mánuðum í embætti. Nýlega lýsti Guðni því yfir að hans launahækkun frá kjararáði myndi fara í að styrkja gott málefni. Þá er stutt síðan að DV sagði frá því að Guðni hefði millifærst styrk á ungt par sem á fjögurra ára gamlan dreng sem tekst á við hvítblæði.

Sjá einnig: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“

Gunnar Ingi Gunnarsson faðir drengsins sagði við það tilefni að hann hefði sent forsetanum skilaboð á samfélagsmiðlinum í þakkarskyni: „Hann svaraði mér og sagði bara að þetta hefði verið „minnsta málið“ og sendi okkur baráttukveðjur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný plata með Laufeyju komin út

Ný plata með Laufeyju komin út
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“