fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fókus

Jón Steinar: „Það ætti að leyfa að minnsta kosti flestar tegundir fíkniefna“

Mælir með að bannstefna sé afnumin

Auður Ösp
Fimmtudaginn 6. október 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er löngu kominn tími til að þjóðir heims vakni og átti sig á því að stefnan sem fylgt hefur verið á þessu sviði er bara eins konar helstefna með glæpum og mannfórnum sem unnt er að draga úr svo um munar.segir Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi Hæstaréttardómari. Í pistli sem birtist á vef Pressunnar telur hann upp atriði sem mæla með lögleiðingu fíkniefna og segir margs konar böl fylgja opinberri bannstefnu gegn efnunum.

Jón Steinar segir gríðarlegan fjölda fólks hafa látið lífið í stríðinu við fíkniefnadjöfulinn, þar á meðal fólks sem ekki hafi verið sjálfviljugir þáttakendur.

„Rannsóknir sýna að miklu fleiri láta lífið í þessu stríði heldur en myndu verða fíkniefnunum sjálfum að bráð ef þau yrðu einfaldlega leyfð eins og áfengi. Og margs konar annað böl fylgir þessari opinberu bannstefnu gegn fíkniefnunum.
Haldið er lífi í undirheimum þar sem glæpir þrífast og löggæslan ræður ekkert við. Ungmenni sem leiðast út í neyslu verða fórnarlömb glæpamanna.

Þau fjármagna neysluna með glæpum og vændi. Efnin sem dreift er geta verið stórhættuleg meðal annars vegna þess að stundum er reynt að drýgja þau með íblöndun annarra efna. Og árangurinn af þessari skelfilegu stefnu er auðvitað enginn. Efnin flæða yfir á Vesturlöndum sem aldrei fyrr og yfirvöldin ráða ekkert við vandann.“

Þá segir Jón Steinar að þjóðir heims ættu að taka sig saman um og aflétta bannstefnu gegn fíkniefnum. „Það ætti hreinlega að leyfa að minnsta kosti flestar tegundir fíkniefna. Efnin yrðu þá framleidd undir vörumerkjum og dreift á almennum markaði eins og áfengið,“ segir hann og bætir við að mynda kippa fótunum undan afleiddri glæpastarfsemi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Wintour leitar að eftirmanni sínum

Wintour leitar að eftirmanni sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu
Fókus
Fyrir 1 viku

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“
Fókus
Fyrir 1 viku

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?