fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Merchant inn fyrir Lemarquis

Tómas fær ekki að fara með hlutverk sitt í framhaldsmyndinni

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 30. október 2016 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að íslenskir Marvel-aðdáendur hafi fagnað þegar Tómas Lemarquis hreppti hlutverk Caliban í stórmyndinni X-men: Apocalypse sem kom út fyrr á árinu. „Það var ótrúleg lífsreynsla að taka þátt í þessu stóra verkefni með Bryan Singer,“ sagði Tómas í samtali við DV á sínum tíma. Hlutverk Tómasar var ekki stórt en veigamikið í framvindu myndarinnar. Kvikmyndirnar úr smiðju Marvel hala iðulega inn mestar tekjur í kvikmyndahúsum ár hvert og hafa leikararnir oft verið nokkuð fastheldnir á hlutverk sín.

Það voru því nokkur vonbrigði þegar tilkynnt var að leikarinn Stephen Merchant, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt úr bresku Office-þáttunum, myndi fara með hlutverk Caliban í nýrri mynd úr smiðju Marvel sem ber heitið Logan. Eins og nafnið gefur til kynna þá snýst myndin um Jarfann vígalega sem stórleikarinn Hugh Jackman hefur ósjaldan leikið.

Myndin gerist 50 árum eftir atburðina í X-men: Apocalypse og herma heimildir DV að framleiðendur myndarinnar hafi ákveðið að láta Caliban þróast í útliti frá fyrri myndinni. Búast má við að Tómas hafi tekið fréttunum af æðruleysi. „Á hverju ári er ég viðriðinn einhverjar myndir sem verða ekki að veruleika. Maður lærir með tímanum að brynja sig og hætta að vera vonsvikinn. Þetta er rosalega brothættur heimur,“ sagði Tómas í áðurnefndu samtali við DV. Hann mun fara með eitt aðalhlutverkanna í rúmensku myndinni „Touch me not“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig