fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fókus

Snæbjörn: „Bönnum börn í strætó“

Segir „45 börn í bandi „eins og smitvopnafaraldur“

Auður Ösp
Mánudaginn 3. október 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar bandið losnar og þessir hormaurar raða sér á garðann, gólfið, sætin, upp um loft og rúður og snýta sér yfir teiknimyndasögurnar mínar þá missi ég trúna á allt sem gott er,“ segir Snæbjörn Ragnarsson eða Bibbi eins og flestir kalla hann, bassaleikari þungarokkssveitarinnar Skálmaldar. Í pistli sem birtist á Stundinni tekur hann fyrir þá þjóðfélagshópa sem vekja hjá honum litla hrifningu sem samferðamenn í strætisvögnum, einkum og sér í lagi börn sem hann segir vera með öllu óþolandi þegar þau ferðast saman í stórum hópum.

Í pistlinum sem ber heitið „Bönnum börn í strætó“ kveðst Bibbi nýta sér strætisvagnaferðir oft í viku og óski þess að geta nýtt ferðirnar til að slíta sig frá amstri hversdagsins. Það sé þó ekki alltaf í boði þar sem ákveðnir farþegar komi í veg fyrir það, til að mynda með háværu tali eða stækri ilmvatnslykt.

Verst sé þó þegar heilu leikskólahóparnir koma inn í vagninn og taka hann undir sig, eða eins og Bibbi lýsir því:

„Eitt barn í strætó er yfirleitt í lagi, nema að það ilmi af kúk og/eða ælu. Tvö börn eru yfirleitt óþolandi og allt þar yfir er alger pest. Því segir það sig algerlega sjálft að 45 börn í bandi eru eins og smitvopnafaraldur.“

Segir Bibbi vagninn undirlagaðan af pollagallalykt og brjálæðisaugnaráðum. „Þetta gerist nú sem betur fer ekki oft en þegar þetta hendir hugsa ég raunverulega um það að fara út úr vagninum og bíða eftir næsta. En ég kemst auðvitað ekki út vegna þess að litlir barnsskrokkar þekja gólf og ganga. Maður má víst ekki stíga á börn. Synd og skömm.“

Bibbi tekur þó skýrt fram að vandamálið liggi hjá honum sjálfum og það sé undir honum komið að taka á þessu viðhorfi. Rétt eins og hjá öðrum aðilum, til að mynda þeim sem vilja banna hunda í strætisvögnum.

„Svo það sé alveg á kristaltæru eru hundarnir ekki vandamálið heldur þú, óumburðarlyndi og samkenndarlausi fáviti. Og börnin með horið fljótandi niður lambhúshetturnar eru ekki vandamálið heldur ég.“

Hér má lesa pistil Bibba í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Harry sagður vinna að „hættulegri“ heimildarmynd um móður sína

Harry sagður vinna að „hættulegri“ heimildarmynd um móður sína
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 6 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“