fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

Steinunn var hætt komin vegna læknamistaka

„Núna sit ég eftir skemmd á sálinni en ætla að sigrast á þessu“

Kristín Clausen
Mánudaginn 24. október 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég tek ekki þátt í þessu lengur,“ segir Steinunn Edda Steingrímsdóttir sem opnaði sig nýverið um eigin kvíða- og áfallastreituröskun eftir mistök í fæðingu sonar hennar sem hefur haft gríðarlega mikil áhrif á líf Steinunnar síðan.

Andleg veikindi ekki

Steinunn sem er 25 ára vill með því að ræða þessa erfiðu lífsreynslu opna á frekari umræður um andleg veikindi. Hún birti einlægan pistil á Trendnet um helgina.

Í samtali við DV í morgun kveðst Steinunn þakklát fyrir viðbrögðin og vill ítreka hversu nauðsynlegt það er að ræða opinskátt um eigin vanlíðan.

Þá segir Steinunn í pistlinum:

„Ég tek ekki lengur þátt í því að fólk þori ekki að opna sig um sig og sín vandamál af ótta við að fá ekki draumastarfið, missa vini, missa maka eða fleira af því að fólki finnst maður „klikkaður.” Andlegir sjúkdómar eru ekki tabú, vanlíðan er ekki tabú.“

Þann 27. september 2015 lenti Steinunn í skelfilegri lífsreynslu þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn.

„Barnið var ofboðslega stórt, sneri öfugt og eftir 19 tíma í brjáluðum hríðum var ég send í bráðakeisara.“

Á þessum tíma var Steinunn búsett í Kaupmannahöfn og drengurinn kom í heiminn á Rigshospitalet. Læknarnir sem framkvæmdu bráðakeisarann gerðu stór mistök í aðgerðinni.

„Að ganga loftið úr sér samkvæmt læknisráði“
Stokkbólgin og sárþjáð „Að ganga loftið úr sér samkvæmt læknisráði“

Mynd: Úr einkasafni

„Þarmarnir mínir voru gataðir og ég saumuð aftur saman. Í fimm daga flæddi loft út úr þörmunum mínum og inn í kviðarholið sem er lífshættulegt. Að auki var ég send í hræðilegar og viðbjóðslegar taugaörvandi meðferðir til að reyna að leysa loftið sem þau héldu að væri fast í maganum (ekki stöðugt að flæða útaf götunum, þau vissu ekki af þeim.) Eftir að ég missi meðvitund vegna sársauka á sjötta degi var ég send í sneiðmyndatöku þar sem götin sáust.“

Steinunn var umsvifalaust send í aðgerð en áður en hún var svæfð sögðu læknar henni að hún myndi mögulega vakna með stóma. Skemmdin sé það mikil.

„Hér sýndi ég öllum það sem ég vildi ekki að neinn sæi“
„Svona er maginn á mér í dag. Slitinn með stóru öri upp magann, öðru öri eftir keisara og gat eftir magadren“ „Hér sýndi ég öllum það sem ég vildi ekki að neinn sæi“

Mynd: Úr einkasafni

Sem betur fer kom ekki til þess en þegar Steinunn vaknaði eftir aðgerðina var hún með þverskurð upp magann og að rifbeinunum.

Næstu tvær vikur á eftir lá hún á gjörgæslu og gat með engu móti hugsað um nýfædda drenginn sinn.

Þetta var eina leiðin fyrir Steinunni að hafa drenginn hjá sér
Steinunn reynir að hvílast með tónlist í eyrunum Þetta var eina leiðin fyrir Steinunni að hafa drenginn hjá sér

Mynd: Úr einkasafni

„Þetta er hræðilegt, þetta skeði og þetta skeði fyrir mig. Núna sit ég eftir skemmd á sálinni og ég ætla að sigrast á þessu. Lífið er dásamlegt og ég vil njóta þess. Nú er ég búin að leita mér hjálpar og vona að mér fari að líða betur. Einnig kem ég tvíefld til baka á bloggið, eins og opin bók.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Í gær

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel